laugardagur, maí 31, 2003

Góðan dag góðan dag!
Ég vil byrja á að þakka öllum fyrir að skrifa komment...þetta vekur greinilega mikla hrifningu og þið öll sem lesið (kannski eruð ekki mörg) eruð greinilega hrifin af þessari nýjung.
Allavega... móðir mín og lillesös komu í heimsókn og dvöldu í Tanglewood í fimm daga. Það var mikið um dýrðir, nammidagur í marga daga, verslunardagur í marga daga og bjór í marga daga. Þetta var svona eins og mini festival. Við fórum til Watford þar sem lillesös og mamma keyptu sér skó sem eru þeim hæfileikum gæddir að fylla upp ákveðið gat sem ku hafa myndast í skósafni þeirra mæðgna. Mamma keypti þessa fínu skó til að fara í á milli húsa eða vera í inni, t.d. þegar saumaklúbburinn hittist og mann langar ekki til að vera á sokkunum. Lillesös keypti skó sem voru góðir að því leyti að nú átti hún ekki lengur bara strigaskó til að vera í hversdags og hælaskó til að fara í eitthvað fínt, heldur lágbotna skó til að vera í bæði hversdags og fínt. Síðan daginn eftir tókum við létt trip í Uxbridge og komum heim svo hlaðnar af dóti að við komumst varla inn úr dyrunum. Þá hafði mér áskotnast tvennar buxur og þrennir bolir sem vakti mikla kátínu af því að þetta voru allt afmælisgjafir frá þeim báðum. Ég á ekki afmæli alveg strax en hvað með það! Þessar flíkur fylltu vel út í skörðin sem hafa myndast í mínum fataskáp þar sem allt er svo lúðalegt að það hálfa.... en núna sem sagt get ég aftur borið höfuðið hátt og er meira segja búin að finna mér skó sem ég ætla að kaupa... það eru svona hversdagsskór fyrir þá sem vilja vita það.

Það var sem sagt alveg ægilega gaman hjá okkur og þegar ég kvaddi þá skældi ég alla leið niður í bæ, mér fannst að þær ættu nefnilega að vera lengur og varð næstum að ósk minni þar sem þær misstu næstum af flugvélinni heim.

Nú er voða voða voða heitt hérna og mikil sól og þ.afl. mikill sviti og óþægindi. Ég er ekki alveg að funkera í svona hita en ég vona að þetta venjist.. Nóg um það því ég vil ekki vera eins og fólkið á Egilsstöðum sem er alltaf að monta sig af því hvað það er heitt hjá þeim... vildi bara láta ykkur vita

Ég er búin að skila 3 ritgerðum af 4 svo þetta er allt að koma.. síðan tekur við vinna við MA ritgerð um PK-ing (player killing) og ef einhver hefur skoðanir eða ábendingar um þetta ákveðna fyrirbæri er sá hinn sami/sú hin sama beðin um að hafa samband. Þið sem hafið ekki hugmynd ... þið megið bara grafa þetta í dýpstu hugarfylgsnum ykkar sem geyma useless knowledge ;)


Hafið það sem best


spider-woman

föstudagur, maí 23, 2003

sæl öll til ´sjávar og sveita.

Núna er ég Þórdís að skrifa voða margar ritgerðir og er voða upptekin, þið verðið því að fyrirgefa bloggleysi undanfarna daga og sem á eftir koma. (meikar þetta einhvern sens?) Geisp!!!!!!! Mér finnst að maður eigi að fá að ráða því um hvað maður skrifar, svo lengi sem það fellur innan umfjöllunarefnis kúrsins. Ekki eitthvað blah blah sem er svo leiðinlegt að mann langar að gráta. Ég skrifaði til dæmis ritgerð um women-gamers and female representation in computer games og það var voða gaman... þá kom nefnilega hún Lara Croft við sögu sem og aðrar góðar konur. Af því ég skemmti mér svona mikið þá var þetta ekkert mál að komast upp í 4000 orð og jafnvel fleiri. Núna þarf ég að kreista út hverja setningu og er stanslaust að skoða word count og ekkert gerist. Hnuss!!! Nenni þessu ekki. Mamma og Ásdís litla systir koma á morgun og þá verður nú kátt í höllinni skal ég segja ykkur.
Ása og ég áttum mög sniðugar samræður yfir matarborðinu þar sem hún var að segja mér frá kennurunum sínum og lýsa því fyrir mér hvernig þær væru í framan með því að gretta sig. Þá spurði ég hana um Mrs Williams. 'hvernig er hún í framan?'
'Hún er með svona krumpað face'.. segir Ása þá og ég spyr nei er það.. hún er ekkert voða krumpuð ? Þá segir Ása.. 'Jú hún er nefnilega amma einhvers þá er maður oft krumpaður í framan' og ömmur eru sko oft kennarar... Þar hafiði það.. sannleikur beint úr munni sakleysingjans, gerist ekki betra...
Núna þarf ég samt að fara að horfa á House Doctor og síðan skrifa meiri ritgerð (yeah right!)

Hafið það gott litlu vinir

spider-woman

föstudagur, maí 16, 2003

Gott að sjá að Anna Karen er hress... ég get ekki sagt hið sama eftir erfiðasta dag sem ég hef átt í lengri tíma... sniff...sniff... grrrrrr!!! pirrrrrrr.
Ég hélt nefnilega lengi vel að ég væri bara venjuleg manneskja, dálítið gleymin kannski og á það til að týna hlutum og er frekar óskipulögð og svona en í dag keyrði um þverbak í vitleysunni sem stundum einkennir líf mitt!
Ása litla fékk á miðvikudaginn boðsmiða í afmæli hjá dreng sem er með henni í bekk, það átti að vera haldið í einhverju svona barnalandi sem er svolítinn spöl í burtu (þurfum að taka tvo strætóa nb.) Áður en ég sæki ásu í skólann hleyp ég um allt til að redda afmælisgjöf, korti, pappír og öllu draslinu því afmælið átti að vera kl 15:30 og skóla lýkur kl 15:15 (ég var aðeins búin að hnussa yfir því í huganum, "hva! bara gert ráð fyrir að allir eigi bíl hérna). Allavega við bíðum heillengi eftir fyrsta strætónum, í grenjandi rigningu, og þegar hann loksins lúsast að stöðinni þá er hann fullur af óþolandi skólakrökkum með brjáluð læti og engin sæti og allir voða blautir. Næsti strætó er alveg eins og við þurfum að labba smá spöl, ennþá grenjandi rigning. Síðan finnum við barnalandið mér til mikillar ánægju og ég spyr um afmælisbarnið hann Lyes. Nei ekkert afmæli fyrir Lyes hér... bara Chelsea og Daniel eiga afmæli í dag. Þá fer aðeins að rísa þrýstingurinn og ég segi jú víst, ég er með miða sem segir að það eigi að vera hérna í dag! En þegar ég loks finn miðann þá stendur allt í einu á honum að afmælið sé föstudaginn 30 maí. Þá hélt ég í alvöru að mín stund væri komin... ég verð voða vandræðaleg og þreytt og stúlkan vorkennir mér þessi ósköp og sér hvað við erum blautar og hraktar. Þá verð ég að útskýra þetta fyrir Ásu sem er alveg komin með stjörnur í augun yfir barnalandinu og neitar að það sé afmæli eftir 2 vikur og vill auðvitað fara inn. Það endar með því að ég borga hana inn og sit í kaffiteríunni ásamt milljón börnum hlaupandi um allt, öskrandi og hellandi niður á meðan ása skemmtir sér hið besta. Ég var svo miður mín að ég borðaði tvo litla snakkpoka og drakk eina pepsi þannig það er sem sagt nammidagur hjá mér í dag. Síðan lá leiðin aftur heim í tveimur strætóum og grenjandi rigningu...úffffffff... er það eina sem ég get sagt á þessari stundu... stundum er ég alveg að gefast upp á að vera ég!


Ég bara spyr... hvernig er þetta hægt?

spider-woman
alveg uppgefin

ps

blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vilja styrkja mega leggja inn hjá einhverjum samtökum sem styðja fólk eins og mig!
hae ho....eg hef verid vodalega leleg vid ad blogga en hun Thordis heldur uppi heidri thessarar sidu :) Eg aetladi bara svona rett ad lata vita ad eg er enn a lifi og lidur vel. Er reyndar buin ad vera sma pirrud ut af einu mali...en thad thydir ekkert ad vera ad pirra sig madur verdur bara ad rifa sig upp og gera betur naest..ekki satt!!!
Eg er s.s i vinnunni hence the english letters :)
Eg er rosalega glod i litla hjartanu minu i dag...eg er nefnilega ad fara til Colchester a eftir til hans Atla mins sem eg hef ekki sed sidan um paskana...hann er nefnilega buinn ad vera i profum strakurinn. Og ekki nog med ad eg se ad fara ad hitta hann....hun Fannsa litla sis er nefnilega ad koma til Englandsins i dag og hun og Steven aetla ad koma til Colchester veiveivei....thetta a eftir ad vera skemmtilegt kvold!! Thau stoppa stutt og thurfa ad vera komin aftur a Stansted kl fjogur i nott...eru a leid til Italiu og svo til Danmerkur thar sem Fannsa ferdalangur mun dveljast i sumar. Thannig ad eg er mjog spennt fyrir kvoldinu og get ekki medid eftir ad komast ur vinnunni....fer hedan rumlega fjogur og verd komin til Col um 7-8 leytid.
Jaeja tha vitid thid allt um thad

Hafid thad sem allra best a thessum fina degi
Anna Karen

fimmtudagur, maí 15, 2003

Jæja gott fólk
Nú var ég að koma heim úr skólanum eftir að hafa haldið 20 mínútna fyrirlestur um rannsóknaráætlunina mína til hérlends meistaraprófs. Hmmmm... ég held að það hafi gengið ágætlega (ég nota ágætlega ekki sem sterkasta lýsingarorðið eins og hann faðir minn) nema ég held ég hafi talað of lágt... þarf ábyggilega að vera búin að fá nokkra bjóra og vera í góðra vina hópi til að geta náð mér almennilega á strik. Ég spjallaði um player-killing í massively multiplayer online roleplaying games sem er fókusinn í rannsóknarverkefninu mínu, ´þið sem ekki vitið hvað ég er að meina... það er allt í lagi þið eruð ekki ein ;). Þá er bara að byrja ritgerðavinnu og vélrita á hundrað til að skila þremur ritgerðum í þarnæstu viku. Ég vildi að ég væri aðeins meiri Gandalf en svissneskt hnetusmjör, þá hefði þetta ábyggilega gengið betur... þessi fyrirlestur var nefnilega tekin upp á vídeó og gildir helming af einkunn í þessum kúrsi. Þetta kemur víst allt í ljós og vonandi fæ ég afrit svo ég geti leyft ykkur öllum að sjá :)
Vildi bara koma þessu frá mér.

yðar einlæg

spider-woman

mánudagur, maí 12, 2003

HAH!!

Ákvað að taka eitt próf og hér með er ég:

YOU'RE GANDALF!
Gandalf


Which Lord of the Rings Character are you?
brought to you by Quizilla


Ætti að vega aðeins upp á móti Sviss/hnetusmjörs vonbrigðunum :)

góðar stundir

spider-woman

sunnudagur, maí 11, 2003

Góðan daginn allan daginn
Nú er langt síðan að bloggað var síðast á þessarri ágætu síðu og ákvað ég þess vegna að láta frá okkur heyra. Sá merkilegi atburður átti sér stað í síðastliðinni viku að hún ungfrú Ása varð fimm ára gömul og var haldið afmælisboð af því tilefni í gær. Hún fékk óhemjumagn af gjöfum barnið og fullt af sælgæti og kökum auðvitað og þegar hæst lét var mikið skríkt og hlegið og hlaupið hér í Tanglewood Close. Bæði enskir og íslenskir gestir litu við og þáðu veitingar og spjölluðu eitthvað sín á milli sem ég veit ekki því ég var gestgjafinn og þurfti voða mikið að hlaupa og passa að allir væru voða ánægðir. Sem sagt mikil gleði en tók svo mikið á að ég og Karenbeib þurftum að kíkja á pöbbinn til að slaka á eftir að all var búið. Leiðinn lá á Prinsinn og þar hittum við hann John skoska sem þurfti voða mikið að tala við okkur en okkur gekk hálf illa að skilja hann þar sem hann var bæði skoskur og frekar drukkinn. Sem sagt góð helgi en lítið lært hmmm.... verð að gera eitthvað í því bráðlega. Annað að frétta er að ég komst sem sé inn í University of Surrey og byrja þar hinn 1. október nk. í doktorsnámi og verðum við að sjá til hvort við flytjum eða hvað því það er dálítið langt í burtu.

Jæja er hálf andlaus og ekkert fyndin í dag... sem er mjög óvanalegt ;)

vaya con dios

spider-woman

fimmtudagur, maí 01, 2003

Úffff! Voða erfiðir svona morgnar þar sem maður vaknar alveg heiladauður og með syfju í augunum og ætlar aldrei að komast af stað.. svona vitsmunalega séð. Þá er best að blogga smá til að koma öllu af stað og here goes! Ég var í morgun að aðstoða ungfrú Ásu með heimalærdóm í reikningi, eins og allir vita sem þekkja mig þá er það ekki mín sterka hlið (undarlegt að ég hafi unnið sem Innheimtufulltrúi eins lengi og raun bar vitni, reyndar var ég frekar léleg í því en það er önnur saga). Þessar æfingar sem sagt snerust um að finna út ef Julie á tvö hárbönd og Anna á fimm hárbönd, hversu mörgum fleiri hárbönd á þá hún Anna. Mér fannst ég vera voða sniðug og notaði kókópopskúlur sem hárbönd, bækur, metra o.s.frv. en það féll ekki í góðan jarðveg og Ása litla skildi bara ekkert í þessu að kúlan sem var áðan hárband skyldi vera orðin bók núna og að Anna sem var hluti af dæminu áðan skyldi bara vera orðin Jack allt í einu. Þetta gekk sem sagt ekki sem best og ég þarf að fá smá tips frá kennaranum um hvernig maður kennir svona kapítalískan skilning þar sem einhver á alltaf meira en einhver annar.
Ef þið þarna úti getið komið með einhver tips þá verð ég voða ánægð.
Síðan er ég að fara í viðtal á morgun í University of Surrey, varðandi doktorsnám, og er pínu stressuð og á bara ljót föt þannig ef þið gætuð hugsað ljúflega til mín á morgun þá yrði ég voða fegin.
Síðan finnst mér að það fólk sem var að biðja um að kommentakerfi yrði sett upp á síðunni ætti nú að minnsta kosti að skrifa eins og eitt komment. HA?????

Gott í gogginn

spider-woman