fimmtudagur, mars 27, 2008

Ég vildi bara skrifa nokkur orð til að útskýra borðann sem ég setti inn hérna að ofan. Allt um sorglegt tilefni þessa borða má lesa á BBC vefsíðunni hérna.

Ég hef ekki horft mikið á fréttir undanfarin ár því að grimmd og heimska virðist vera aðaluppistaða þeirra kvöld eftir kvöld og það gerir mig afskaplega leiða. Frekar reyni ég að fylgjast með á vefmiðlum þar sem mér finnst texti ekki eins ógnandi og erfiður og sjónvarpsfréttir.

Ég var hinsvegar rifin út úr comfort zoninu mínu um daginn þegar Helga sendi mér linka á þessa frétt og ég hef reynt að fylgjast aðeins með þessu máli. Ég verð að viðurkenna að þetta gerir mig alveg ofboðslega reiða og sorgmædda. Ég hef heyrt frá vinafólki mínu sem eru goths að fólk sé oft að hnýta í það og æpa að því ýmsan ófögnuð en aldrei hefði mig grunað að þetta myndi ganga svona langt!

Ég vildi setja upp þennan borða því hann felur í sér mikilvæg skilaboð. Ég get ekki sagt að ég sé hardcore goth en á mín móment og þegar tækifæri gefst hef ég mjög gaman af að klæða mig upp og skreyta mig með marglitum hárlengingum og mikilli augnmálningu. Ég hef líka tekið eftir því hvað fólk getur verið dónalegt og glápt á mig en hef ekki kippt mér upp við það - ef einhver er flott klæddur þá horfir maður nú oftast...er það ekki? En að fólk skulu hafa það í sér að vera að hneykslast og commenta, hvað þá móðga og berja fólk til ólífis vegna þess hvernig það lítur út, það get ég ekki skilið.

Ég hef alltaf haft í mér einhverja feimni að sýna fólki heima á Íslandi mína leyndu tendensa og tilraunir með goth dótarí, líklega vegna þess að innst inni óttast ég að einhver fari að hnýta í mig. En af þessu tilefni ætla ég að vera pínu brave (í nafni margbreytileikans) og sýna ykkur mynd af mér þar sem ég var að undirbúa mig undir að fara á Marilyn Manson tónleika og eftir mikið stapp og vesen til að fá hárlengingarnar til að tolla sendi ég þennan koss til jozephs í sms. Þið fáið nú að njóta saman kossins frá mér með skilaboðunum...við skulum öll vera vinir og hætta að dæma hvort annað!!




sunnudagur, mars 09, 2008

Sælt verið fólkið. Það er svo sem ekkert að frétta hérna í Guildford. Ég er búin að fá ritgerðina til baka og þarf að gera nokkrar litlar breytingar og svo skila ég inn til varnar :D

Fyrir þau ykkar sem sakna skrifa minna hvað mest þá er ég byrjuð að skrifa, ásamt fleiri góðum mönnum, um tölvuleiki á síðuna Gamover.is