sunnudagur, nóvember 30, 2008


Ég og mýslan fórum í bæinn í gær og keyptum efni í aðventu...disk. Í dag kveiktum við síðan á fyrsta kertinu. Nú er bara að passa að Englendingurinn fljúgandi kveiki ekki á þeim öllum því hann er ekki alveg að skilja þetta með að kveikja bara á einu í einu - eins og hann segir 'it looks a bit daft like that'



laugardagur, nóvember 29, 2008

Jæja þá eru húðflúrmál komin á hreint. Ég fann prýðis húðflúrstúlku í Brighton sem ætlar að flúra mig 12 desember og síðan þarf ég að mæta í annað skipti þar sem húðflúrið verður litað. Þetta er aðeins kostnaðarsamara en ég hélt í byrjun þannig ég held að seinna skiptið verði bara á nýja árinu.

Stúlkan heitir Lynn Akura og ef þið fylgið þessum link þá getiði séð þau flúr sem hún hefur gert og ég valdi hana sérstaklega vegna þess að hún gerir svo fallegar rósir.

http://viewmorepics.myspace.com/index.cfm?fuseaction=user.viewPicture&friendID=49075494&albumId=11526

Ég er svaka spennt og leyfi ykkur að fylgjast með. Ég hlakka mikið til að sjá ykkur um jólin litlu mýs.

sunnudagur, nóvember 23, 2008

Jæja þá er best að blogga smá. Það er ekkert í sjónvarpinu og ég er búin að lesa dagblaðið spjaldanna á milli, öll blogg og allar fréttasíður þannig að það er fátt eftir í stöðunni en að röfla sjálf á Internetinu. Ég held reyndar að það flækist frekar fáir hérna inn enda fátt verið um fína drætti á þessarri blessuðu síðu.

Það er frekar fátt að frétta héðan úr litla bænum í Surrey verð ég að viðurkenna en ég get glatt ykkur með því að ég og Mýslan verðum á Íslandi 21.des - 6.janúar þannig að ef þið viljið hitta okkur þá endilega látið í ykkur heyra.

Annað sem ég hef verið að dunda mér við undanfarið er að ákveða hvernig húðflúr ég ætla að fá mér og hef ég eytt mörgum stundum á netinu og með hausinn í húðflúr tímaritum. Ég ákvað fyrir löngu að þegar ég lyki við þessa blessuðu ritgerð að þá ætlaði ég að fá mér stórt og flott húðflúr en síðan þegar á hólminn var komið þá gat ég engann veginn ákveðið hvernig það ætti að vera. Ég held að ég sé komin með þetta á hreint núna og þá er að finna góðan húðflúrara og við skötuhjúin ætlum að renna til Brighton til þess.
(Ef þú lest þetta Anna Karen þá hætti ég við að láta gera þetta hér í bæ af því ég sá húðflúr sem hann hafði gert og mér leist ekki nógu vel á þau.)

Hafið það gott litlu mýs