þriðjudagur, febrúar 12, 2013

Jæja þá

Heyrðu nú mig, þetta gengur ekki!  Síðasta blogg er síðan í gamla daga og það ertu takmörk fyrir því hvað fólk nennir að lesa um svartan ís.  Hér koma nýjustu fréttir.  Þeim er ekki raðað eftir mikilvægi heldur í hvaða röð þær koma upp í hugann:

1.  Ég er komin með gleraugu!  Ég var farin að fá svo mikla höfuðverki eftir að vinna við tölvuna að ég fór í sjónmælingu og þar kom á daginn að ég var með sjónskekkju.  Ég vil taka það fram að ég er enn með fullkomna sjón (fjar og nær)

2.  Ása er núna stoltur eigandi tveggja verðlaunapeninga frá South Midlands Championship í Tae Kwon Do. 





3.  Við komum til Íslands 3. Apríl - 15. Apríl (þ.e.a.s. Ég og Ása) og þá verður nú kátt í höllinni.  Ég mun kenna tvo fyrirlestra við HÍ um Internet tölvuleiki annars vegar og Internet klám hinsvegar.  Er búin að flytja tvo fyrirlestra í þessum kúrsi í gegnum skype sem tókst svona ljómandi vel.  Flottir og áhugasamir nemendur atarna!

4.  Ég er búin að uppgötva nýjan uppáhaldsþátt og er búin að rífa í mig 3 seríur á mettíma.  Hef ekki orðið svona obsessed síðan ég uppgötvaði The Wire hérna í den.  Þetta eru franskir þættir sem heita á ensku Spiral en á frönsku Engrenages.  Sería 4 byrjaði á BBC 4 um helgina og ég er að fara á Spiral deit á eftir þar sem ég og Lizzie vinkona ætlum að horfa á þættina á sama tíma og senda hvorri annarri sms á meðan! 

Það er ábyggilega eitthvað fleira að frétta og ég mun verða duglegri að blogga!