þriðjudagur, september 30, 2003

Það er allt við það sama hérna, ég er að verða geðveik hægt og rólega og er föst með ömurlegan texta sem er bara allur í henglum og á að skila á föstudaginn.
Ekki bætir úr skák að undanfarnir dagar hafa verið afar erfiðir
1. Tölvan mín bilaði.... tvisvar!!
2. Jozeph fékk matareitrun og var lasinn í viku
3. Í gær var frí í skólanum hjá Ásu
4. Í gær fékk ég gat á höfuðið

Liðir 3 og 4 eru alls ótengdir en Ásu fannst afar spennandi og pínu sorglegt að ég skyldi hafa fengið blóð á höfuðið. Það gerðist sem sagt þannig að eldhússkáphurðin var opin og mér tókst að reisa mig upp beint undir hana og síðan lak bara blóð niður ennið og Jozeph var vakinn með orðunum "I banged my head and I think I am bleeding"!! (gerðist seint í gærkvöldi)
Ása bað um leyfi til að segja frá þessum atburði í "Show and Tell" sem er alltaf á föstudögum í skólanum. Þá mega krakkarnir annað hvort koma með dót að heiman og sýna skólafélögunum eða segja einhverja sögu að heiman. Ég veit ekki alveg hvort þetta er þannig saga sem maður segir í skólanum en það verður bara að koma í ljós.
Ég er bara fegin á meðan hún segir ekki söguna af mömmu sem drakk rauðvín og gubbaði daginn eftir, eins og hún sagði ömmu sinni um daginn.
Á laugardaginn verð ég annað hvort afar ánægð eða voða leið. Ánægð ef þetta verður ágætis ritgerð sem ég get verið stolt af að skila eða voða leið ef þetta er bara algert rubbish.
Þið fáið að vita það lömbin mín fyrst manna. Ég verð duglegri að skrifa þegar þetta er allt um garð gengið.
Á mánudaginn er síðan fyrsta kennslustundin og læt ég ykkur vita hvernig það gengur.
(Hugsiði fallega til mín, allir góðir straumar vel þegnir)
bless í bili

spider-woman

fimmtudagur, september 18, 2003

Blah blah blah blah blah

Velkomin á mitt litla tilverustig sem einkennist af ofangreindum orðum. Hér sit ég og skrifa bull og vitleysu og hef setið undanfarna daga og vikur. Nú er ég að greina viðtöl og spjallþræði þar sem fólk eys úr brunni þekkingar og skoðana sinna á player killing. Það er nú aldeilis spennandi er það ekki? Afsakið þetta pirr, ég þurfti bara að koma þessu frá mér. Svo spyr maður sig, á að leggja þetta á sig aftur og skrifa þá doktorsritgerð? Já auðvitað þá verður maður orðin svo þroskaður og er ekki að gera allt á síðustu stundu... yeah right!! þetta sagði ég hvert einasta ár í háskólanum heima og hérna úti. Alltaf þegar ég byrjaði nýja önn fór ég og keypti skipulagsdót, post-it miða og möppur og ætlaði að vera voða skipulögð og lesa alltaf fyrir tímana... yeah right!!! Ætli þetta lagist nokkuð úr þessu... þetta hefur allavega gengið hingað til svo kannski er ekki ástæða til að breyta nokkru.. why fix it if it aint broken?
Kannski er bara kominn tími á æðruleysisbænina, ég áskil mér vit til að greina á milli hluta sem ég get breytt og ekki og ég held að ég geti ekki breytt þessu... ég er bara dæmd til að vera voða pirruð, stressuð og þreytt ca. einu sinni á ári þegar ég á að skila einhverju af mér. Eða kannski hef ég bara ekki vit á að vita að ég get breytt þessu??? Meikar þetta einhvern sens? Ef ekki þá velkomin í mína tilveru... glad you could make it... it sucks, but eventually it will be ok :)

Þessi (ó)speki var í boði

spider-woman

fimmtudagur, september 04, 2003

Allt gekk að óskum í Surrey, bæði ferðin og viðtalið og ég er núna orðin aðstoðarkennari þar á bæ og mun kennar kúrsinn Youth Culture and New Technology og hananú. Kannski mun ég kenna eitthvað meira, það er í athugun og fæ að vita bráðum. Þetta leggst ágætlega í mig, verð að kenna fyrsta árs nemum sem eru hér í landi 18 ára þannig að það kemur í ljós hversu áhugasamir nemendurnir verða. Ahem...jájá þetta verður í lagi er það ekki?
Ása bestablóm er komin heim í heiðardalinn og það er búið að vera mikið knús í dag. Við fórum og keyptum ný skólaföt í dag og hún sagði mér af ferðalögum sínum um heiminn. Hún var að koma frá Frakklandi með pabba sínum og Cecile og þar skilst mér að hafi verið mikið fjör og fullt af krökkum til að leika við. Hún talar smá frönsku og segir merci og oui þegar við á. Núna er hún að teikna hesta og ketti og segir mér sögur af þeim.

´Góða fólk, ég bið ykkur vel að lifa

spider-woman

þriðjudagur, september 02, 2003

Jæja litlu vinir

Það hefur þónokkuð vatn runnið til sjávar síðan síðasta færsla var rituð. Við erum búnar að jafna okkur eftir prinsinn og erum kátar og glaðar, sem við erum reyndar alltaf.
Allavega þá skelltum ég og Jozeph okkur í ferðalag um helgina og fórum westur í land, til Swindon. Ég mæli ekki með Swindon sem ferðamannastað, borgin er álíka spennandi og Hull sem er sko ekki rass spennandi þannig þið getið gert ykkur í hugarlund... Anyway... ástæðan fyrir þessu ferðalagi var hinsvegar að fara að skoða "The White Horse of Uffington" sem er svona hvítur hestur ristur í hæð rétt hjá Uffington, sem er lítið þorp. Fyrir ykkur sem þekkið mig þá er ég með þennan hest húðflúraðan á ökklanum í svörtu reyndar ;) Fyrir ykkur hin sem þekkið mig ekki þá bara verðið þið að kynnast mér og þá skal ég kannski sýna ykkur hann.
Sem sagt þessi hestur er á hæð rétt við Uffington sem er rétt hjá Swindon. Það er sko alger sæla að keyra þarna um í ensku sveitinni og þetta var svona eins og klippt úr Mrs. Marple og fleiri góðum enskum þáttum. Litlu múrsteinshúsin með blómunum, fólk á hestbaki, lítil þorp með litlum pósthúsum og litlum krám þar sem hægt er að fá "Yorkshire pudding, sausages and mashed potatos". Síðan var hægt að fá "creamed tea and biscuits". Við ákváðum sem sagt að næsta sumar myndum við leigja okkur cottage í nágrenninu og verða svona enskt sveitafólk í 1-2 vikur. Þetta var allt voða krúttlegt og enskt og ég var alveg í kasti og var næstum búin að keyra útaf þegar ég sá fulla girðingu af hvítum Shetland ponies og hugsaði með mér að reyna að koma Ásu tásu á hestbak á einum slíkum.
Ég var bílstjóri ferðarinnar og all gekk eins og best verður á kosið á hraðbrautunum á litla bíl.

Á morgun kemur hún ungfrú Ása og ég hlakka voða mikið til að geta knúsað hana og svo ætlum við að fara að kaupa ný skólaföt og svo byrjar skólinn á fimmtudaginn.

ÉG er að skrifa lokaritgerð og gengur ...... Síðan er ég að fara í viðtal á morgun í Surrey háskóla því þau buðu mér að kenna kannski smá með skólanum í vetur sem er voða gott bæði peningalega og reynslulega séð. Hmmm....veit ekki alveg með mig sem kennara strax en þetta er víst það sem ég ætla að leggja fyrir mig þannig það er kannski best að komast að því sem fyrst hvort maður sé hæfur í þetta. Ég vona bara að allir skilji mig og að ég skilji alla. Kannski set ég upp svona skilti sem segir að fólk með mjög erfiða hreima eigi vinsamlegast að leggja eitthvað annað fyrir sig.
Hugsið öll til mín á morgun um tólfleytið og krossið fingur svo ég fái þetta starf!!!!!

knúsílús

spider-woman