laugardagur, janúar 31, 2004

Halló litlu kindur

Ég blogga bara stutt af því ég er rosa busy að skrifa ritgerð um Feminist identity theory eða þar um bil. Þeir sem hafa eitthvað til málanna að leggja (gott væri að það næði yfir um 2500 orð á ensku) endilega sendið mér póst eða bara póstið comment.
Annars er ekkert að frétta held ég bara, ég er að jafna mig á bílamálum og krosslegg fingur og bið allar góðar vættir líta eftir honum blessuðum.
Mýsla er farin í gistingu til lítillar vinkonu í Wimbledon og ég sæki hana á morgun. Rosa spenningur í allan dag og um leið og við duttum inn um dyrnar var hún búin að gleyma móður sinni og annars hugar kyssti mig bless.

bless bless í bili

spider-woman hin feminiska

fimmtudagur, janúar 29, 2004

Dæs! Stynj! Snökt!
Það koma dagar þar sem heppilegt væri að búa í námunda við Álverið í Straumsvík. Þá gæti maður fundið sér helli, skriðið ofan í hann með sængina sína, breitt upp fyrir haus og enginn getur fundið mann.
Um leið og lítur út fyrir að peningamálin séu að komast í lag bilar nýi bíllinn með stæl og þá er bara að punga út ca. 400 pundum (50 þúsund kall) með kökk í hálsinum og tár á hvarmi. Helvítis kallinn sem seldi okkur bílinn vill ekkert af þessu vita og er bara með kjaft og leiðindi.
Helvítis djöfulsins andskotans djöfull!!!!

Ég veit að maður á ekki að blóta en stundum er það alveg bráðnaðsynlegt fyrir sálina.

spider-woman hin þreytta.

ps. það er ekki að furða að barnið hafi sagt um daginn "Mamma af hverju ertu alltaf að fara í þennan hraðbanka, það er aldrei neinn peningur í honum"

þriðjudagur, janúar 27, 2004

Ég er frelsuð... loksins kom að mér. Ég hef nú fundið ritningu sem uppfyllir allar mínar trúarþarfir og hún hljóðar svo:

"...Obadiah, his servants. There shall, in that time, be rumours of things going astray, erm, and there shall be a great confusion as to where things really are, and nobody will really know where lieth those little things wi-- with the sort of raffia work base that has an attachment. At this time, a friend shall lose his friend's hammer and the young shall not know where lieth the things possessed by their fathers that their fathers put there only just the night before, about eight o'clock. Yea, it is written in the book of Cyril that, in that time, shall the third one... (Monty Python, The Life of Brian)


Þetta er svo samhljóma mínu daglega lífi að ég er alveg gáttuð, þarf að reyna að komast yfir þessa bók ;)

spider-woman

sunnudagur, janúar 25, 2004

Jæja hugsa nú hinir fjölmörgu lesendur londonbaby vefmiðilsins. Nú hefur hún loksins afhjúpað sitt rétta eðli, hún er sem sagt bara fasisti sem vill ekki að fólk njóti þess að eiga peninga og eyða þeim í hvað sem er. Já ég gengst við því, enda hef ég aldrei haldið öðru fram. Kannski er þetta bara biturleiki sem veldur þessum blæstri mínum, sem orsakast af fjölmörgum árum á námslánum. Kannski þjáist ég af aldurskrísu, ég er að verða þrjátíu ára á þessu ári og á ekki neitt. Sniff.. ég á líklega aldrei eftir að eiga spennandi rými með ótakmörkuðum möguleikum á ótal spennandi lausnum. Fegin er ég því ég er með eindæmum hugmyndasnauð þegar kemur að innréttingum og innanhússhönnun. Heima hjá mér verða ábyggilega bara borð og stólar og hillur og svo eitthvað drasl úr charity búðinni sem mér finnst sætt en engum öðrum. Svo fer þetta ábyggilega versnandi með aldrinum og þegar ég loksins verð komin úr námi og get keypt mér rými þá verður það bara tómt nema með góðu rúmi. Ég er nefnilega mikil áhugamanneskja um rúm því ég er búin að sofa í brotnu rúmi í næstum ár núna og það er ekki gott fyrir sálina.

Allavega þá er allt gott að frétta eins og þið sjáið. Horfði á einstaklega spennandi þáttarbrot um karlmenn sem fara í getnaðarlimsstækkun og sögð var saga eins manns sem var með svo lítinn að hann þjáðist af búningsklefaheilkenni (e. locker room syndrome). Hann gat nefnilega aldrei farið í leikfimi og fótbolta þegar að hann var að vaxa úr grasi vegna stærðarinnar. Síðan var honum greyinu troðið inn í búningsklefa og hann lýsti tilfinningum sínum undir tilfinningaþrunginni tónlist og myndavélatækni var beitt óspart til að fá búningsklefann til að hringsnúast fyrir augunum á manni svo maður færi ábyggilega ekki á mis við að upplifa tilfinningar þess sem þjáist af þessu heilkenni. Ég horfði reyndar ekki á allan þennan þátt því ég fór bara að sofa þannig ég og þið lesendur góðir verðið að lifa í óvissu um afdrif þessa manns og hvort að hann sigraðist á þessu heilkenni. Ef ég frétti eitthvað skal ég láta ykkur vita.
Allt annars gott hér, barnið í baði, best að fara að fiska það upp og koma í rúmið.

Bestu kveðjur

spider-woman hin fasíska vinkona litla mannsins!

laugardagur, janúar 24, 2004

Hnuss, hnuss og hneyksl!
Fólk kann sko ekki að skammast sín og ég er alveg yfir mig hneyksluð eins og línan fyrir framan gefur kannski til kynna. Horfði á þátt um daginn sem heitir Grand Designs sem er um fólk sem getur ekki látið sér nægja að gera upp venjuleg heimili heldur þarf að byggja/breyta mörg þúsund fermetra rými á mjög stílíseraðan hátt.
Umfjöllunarefni síðasta þáttar var fiðluverksmiðja ein í London sem hjón nokkur höfðu fest kaup á og hugðust gera upp. Þau eyddu sem sagt 1. milljón punda í að gera upp fiðluverksmiðju svo þau gætu hringlast þar ein í þessu agalega skemmtilega rými sem var á við 2 fjölbýlishús. Djöfull var ég pirruð á meðan ég horfði á þetta pakk sem velti sér upp úr peningum og eyddi í fánýta hluti eins og 7 fermetra eldavél og eldhúsinnréttingu sem kostaði 34.000 pund.
Konan var einstaklega óáhugaverður karakter en það var svo upp á henni trýnið og hún var agalega hróðug með allt rýmið og loftgluggana. Hún var hins vegar ekki eins ánægð með að hitastillingin á risaeldavélinni virkaði ekki.
Hún minnti mig mjög á fyrrverandi konuna hans Frasiers, Lilith. Með sama snobbsvipinn og montglottið á meðan hún og kallinni hennar leiddi þáttastjórnandann um allt þetta rými. Kallinn fékk aldrei að segja neitt og eina rýmið sem honum var ætlað var eins og hellir/bókakompa sem honum leið voða vel í að eigin sögn (ábyggilega ánægður að vera laus við röflið í henni)
Nú hugsa kannski margir sem lesa þetta blogg (það lesa það nefnilega fleiri en ég hélt) æi greyið hún er svona afbrýðissöm og kannski er ég bara lítil sál sem er alveg að rifna yfir því að eiga bara litla eldavél. (þ.e.a.s venjulega stærð og reyndar á ég hana ekki, bara með hana á leigu) En á meðan það er fólk sem á ekki fyrir salti í grautinn og til eru mannúðarsamtök sem eru að reyna að safna peningum fyrir tækjabúnaði sem er nauðsynlegur fyrir sjúkrahús og elliheimili þá á fólk ekki að montast með að eyða milljónum króna í vitleysu án þess að blikna. Hana nú það er mín skoðun. Þið megið gera það við hana sem ykkur líkar.

Bestu kveðjur

spider-woman

sunnudagur, janúar 18, 2004

Í dag er ég lasin, sniff. Mér leiðist og ég er nú þegar búin að horfa á fullt af home improvement þáttum og dýralífsþáttum. Ég er að spá með þessa klukku sem ég keypti hvort hún sé kannski art deco ??? Nú er bara svo langt síðan að ég var í listasögu í MR að ég er búin að gleyma öllu sem ég lærði þar nema að Edvard Munch sem málaði Ópið ólst upp hjá geðveikum föður.
Búin að leita að svipaðri klukku á ebay og sýnist þetta vera 1960´s þannig þetta er svona vintage sem að er voða mikið tískuorð þessa dagana og er notað um margt. (Ég er hrædd um að ég myndi ekki endast lengi sem innanhúshönnuður því það myndi ábyggilega læðast inn einn og einn vintage hlutur í art deco rýmið sem ég væri að reyna að hanna) Ef einhver vill leiðbeina mér með þetta allt saman þá er bara að nota kommentakerfið:)

Kannski er best að ég setjist niður og kanni netið til að finna hina ýmsu strauma og stefnur þar sem ég er nú orðin svona rosaleg business manneskja. Þá get ég slegið um mig í kolaportinu með þekkingu minni á innanhúshönnun.

Jæja best að hætta að bulla og halda áfram að vera lasinn.

yours kindly

spider-woman

laugardagur, janúar 17, 2004

Ég er búin að fá nýjan bíl kæru vinir og kunningjar!! Hann er grænn og heitir Ford Escort og er með vökvastýri sem gleður litla hjartað ósegjanlega mikið. Ég sé að það les enginn þetta blogg lengur og get svo sem kennt sjálfri mér um því ég er voða löt að skrifa. Það er svo sem ekki mikið að gerast hérna nema vinna, borða sofa hringrásin og stundum horfa á sjónvarpið. Það er einmitt ný þáttaröð sem byrjaði á mánudaginn og heitir Shameless og er algert æði. Þannig ef þið verðið vör við hana í dagskrá Ríkissjónvarpsins þá endilega kaupið popp og kók og njótið þess að horfa á skrýtið enskt fólk sem býr á housing estate í Manchester.
Við fjölskyldan fórum í nýja bíl til Harefield í dag á markað og komumst að því að við búum alveg á sveitamörkunum. Bara keyra í fimm mínútur og þá er bara ekta ensk sveit og kýr á beit. Ekki veit ég hvað við komum til með að gera við þessa sveit þar sem við eigum ekki hund til að fara með í göngutúr en alltaf gott að kanna nýja staði. Í Harefield fann ég þessa líka fínu kitsch/retro veggklukku sem verður til sölu í kolaportinu í sumar þannig verið viðbúin því hún er algert æði.
Við viðskiptafélagarnir (Anna og Ég) ákváðum nefnilega eftir mikla frægðarför í kolaportinu um jólin að hér verði um reglulegan atburð að ræða. Ekki er endanlega ljóst hvort næsta sala verður um páskana eða bara í sumar. Ef þið hafði pantanir sem þið viljið leggja inn þá látið mig vita. Ég hef nú þegar fengið fyrirmæli um að vera á útkikki eftir kóngafólksmunum, þ.e.a.s. sem tengjast afmælum og giftingum kóngafólksins. Þannig ef þið hafið einhverjar óskir þá endilega látið mig vita og ég skal hafa það í huga á meðan ég gramsa í charity búðum og mörkuðum hérlendis.
Jæja bless í bili litlu flugur

spider-woman

fimmtudagur, janúar 15, 2004

Halló litlu mýs!
Hér sit ég og get ekki annað. Það er nákvæmlega ekkert fréttnæmt héðan úr ríki Kalla og Betu nema hvað ég er byrjuð að horfa aftur á fréttirnar. Ég tók mér nefnilega góða pásu frá fréttum hér í landi vegna mikilla vandræða við að útskýra fyrir barninu af hverju mamma væri alltaf að gráta á þessum tíma dags. Ég hef nefnilega þann skrýtna eiginleika að þurfa voða mikið að gráta ef eitthvað bjátar á hjá fólkinu í fréttunum. En hér á landi kemst enginn í fréttirnar nema eitthvað bjáti á og þess vegna var þetta orðið dálítið flókið. Þá er betra að lesa bara fréttir á mbl.is um kindur sem festast í skurðum og fólk sem stelur veskjum. Þar er enginn að gráta framan í mann. Maður bara les nokkur orð um allar hörmungarnar og kemst bærilega frá því, allavega án vökvaskorts.

Ég er sem sagt búin að gráta fyrir daginn í dag út af frétt um hermann sem dó í Írak og konan hans var í viðtali og spilaði spólur sem hann hafði tekið upp í stríðinu áður en hann dó. Það er spurning hvort að maður ætti að taka sér aðra pásu.

Annars var ég í dag að klára að fara yfir ritgerðir nemenda minna og þar var nú ýmislegt skrautlegt að sjá. Fæst orð hafa bara minnsta ábyrgð með það.

Á morgun fæ ég nýjan bíl vonandi ef að DVLA (það er svona eins og bifreiðaskráning okkar landans) gerir mér það kleift. Ég fór 2 ferðir þangað á mánudag og beið samtals í 4 tíma auk þess sem það tekur 40 mín að keyra hvora leið, en án árangurs og sá dagur endaði í miklu PTBD (post-traumatic bureaucracy disorder). En það ku vera algengur sjúkdómur hér í landi.
Jæja best að fara að horfa á Bangsimon og vini hans.. þar eru alltaf allir svo glaðir og góðir vinir.

Bestu kveðjur

spider-woman

fimmtudagur, janúar 08, 2004

Jamm gleðilegt ár öllsömul. Er í óðaönn að fara yfir ritgerðir og skemmti mér konunglega eða þannig... ákvað að skella inn einu prófi bara til að gleðja litlu hjörtun ykkar lesendur góðir.


legolas
Congratulations! You're Legolas!


Which Lord of the Rings character and personality problem are you?
brought to you by Quizilla


Hafið það gott

(Blogga meira seinna)

spider-woman