laugardagur, janúar 17, 2004

Ég er búin að fá nýjan bíl kæru vinir og kunningjar!! Hann er grænn og heitir Ford Escort og er með vökvastýri sem gleður litla hjartað ósegjanlega mikið. Ég sé að það les enginn þetta blogg lengur og get svo sem kennt sjálfri mér um því ég er voða löt að skrifa. Það er svo sem ekki mikið að gerast hérna nema vinna, borða sofa hringrásin og stundum horfa á sjónvarpið. Það er einmitt ný þáttaröð sem byrjaði á mánudaginn og heitir Shameless og er algert æði. Þannig ef þið verðið vör við hana í dagskrá Ríkissjónvarpsins þá endilega kaupið popp og kók og njótið þess að horfa á skrýtið enskt fólk sem býr á housing estate í Manchester.
Við fjölskyldan fórum í nýja bíl til Harefield í dag á markað og komumst að því að við búum alveg á sveitamörkunum. Bara keyra í fimm mínútur og þá er bara ekta ensk sveit og kýr á beit. Ekki veit ég hvað við komum til með að gera við þessa sveit þar sem við eigum ekki hund til að fara með í göngutúr en alltaf gott að kanna nýja staði. Í Harefield fann ég þessa líka fínu kitsch/retro veggklukku sem verður til sölu í kolaportinu í sumar þannig verið viðbúin því hún er algert æði.
Við viðskiptafélagarnir (Anna og Ég) ákváðum nefnilega eftir mikla frægðarför í kolaportinu um jólin að hér verði um reglulegan atburð að ræða. Ekki er endanlega ljóst hvort næsta sala verður um páskana eða bara í sumar. Ef þið hafði pantanir sem þið viljið leggja inn þá látið mig vita. Ég hef nú þegar fengið fyrirmæli um að vera á útkikki eftir kóngafólksmunum, þ.e.a.s. sem tengjast afmælum og giftingum kóngafólksins. Þannig ef þið hafið einhverjar óskir þá endilega látið mig vita og ég skal hafa það í huga á meðan ég gramsa í charity búðum og mörkuðum hérlendis.
Jæja bless í bili litlu flugur

spider-woman

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home