Í dag eru 2/3 heimilismanna lasnir, þ.e. ég og Ása. Við dundum okkur mest við að horfa á sjónvarpið, hún horfir á barnaefni og ég horfi á húsmæðraklám (orð sem Jozeph bjó til yfir morgunsjónvarpsefni Englendinga). Húsmæðraklám inniheldur þætti þar sem myndarlegir handymenn ferðast á milli heimila og gera við og gera upp heilu húsin og allt er myndað og síðan er svona fyrir/eftir samanburður og sýnt hvað allt kostar. Svo situr maður gapandi með vanmáttarkennd af þvi að allt er svo fínt og flott hjá handy mönnunum. Þeir eru allir vöðvastæltir og með svona verkfærabelti og allt. Einn þátturinn heitir því fína nafni "The Big Strong Boys" svo þið getið ímyndað ykkur.
Í vikunni kom upp ansi sniðug hugmynd hjá mér og Jozeph sem leiddi af því að nú er Iceland Express komið á laggirnar og Íslendingar fljúga hingað í stórum stíl. Okkur datt í hug að flestir væru orðnir þreyttir á að heimsækja þetta venjulega drasl : Buckingham, Big Ben, Oxford Street og Hyde Park. Þannig við settumst niður og plönuðum helgarprógrammið "Authentic English Pleasures".
Föstudagur:
Lent er á Stansted á Föstudegi og liðið bókað inn á krá hérna í nágrenninu.
Kvölmatur er etinn á kránni og setið er til lokunar ca. 23:30 með heimamönnum.
Laugardagur:
Vaknað snemma á laugardagsmorgni í Full English Breakfast á "The Wonder Cafe" sem er hér úti á horni og samanstendur af fimm miðaldra konum í skúr með eitt stk. steikingaplötu og djúpsteikingarpott.
Síðan liggur leið inn í London þar sem ferðamenn fá að vera í áhorfendahóp þegar The Trisha Show er tekinn upp. (Mjög dramatískur þáttur þar sem Trisha reynir að leysa vandamál á við "Sister Stop Sleeping With My Boyfriend" og "My Daughter Wants to be a Teenage Mum".)
Síðan er haldið á fótboltaleik hjá 1.-2.deildarliði, t.d West Bromwich Albion og á stefnuskránni er að koma auga á nokkrar fótboltabullur. Eftir leikinn er farið á krá með stuðningsmönnum eins liðsins og vonandi koma stuðningsmenn hins liðsins vopnaðir stólum. Fólk tekur þátt í þessum hluta ferðarinnar á eigin ábyrgð. Á leiknum eru drukknir nokkrir bjórar og takeaway curry borðað úr vagni sem stendur fyrir utan leikvanginn.
(Þessi liður ferðarinnar er aðeins fyrir þá sem treysta sér, hinir geta farið á kránna eða í Charity Shop ásamt Tour guide)
Um kvöldið er haldið á The Prince of Wales. Þar er etinn kvöldverður og hlustað á skemmtiatriði hjá henni Karen en hún treður upp um helgar vopnuð míkrafóni og karókísystemi. Hún syngur öll óskalög svo lengi sem hún er með þau í prógramminu
Þar verður rallað fram eftir kvöldi. Þetta er hápunktur ferðarinnar!!!
Sunnudagur:
Á sunnudag sofa allir út en mæta svo í Sunday Roast með öllu.
Farið er í Pub Quiz en það er svona spurningakeppni þar sem kráargestir skipta sér í lið og keppa um verðlaun frá local slátraranum.
1. verðlaun, Lambalæri.
2. verðlaun, 1.kg. lincolnshire sausages
3.verðlaun, Ein stór skinka
Eftir að því lýkur er öllum skutlað út á flugvöll.
Það er hægt að leggja inn pantanir hér eða bara senda mér meil
Með bestu kveðju
spider-woman
Í vikunni kom upp ansi sniðug hugmynd hjá mér og Jozeph sem leiddi af því að nú er Iceland Express komið á laggirnar og Íslendingar fljúga hingað í stórum stíl. Okkur datt í hug að flestir væru orðnir þreyttir á að heimsækja þetta venjulega drasl : Buckingham, Big Ben, Oxford Street og Hyde Park. Þannig við settumst niður og plönuðum helgarprógrammið "Authentic English Pleasures".
Föstudagur:
Lent er á Stansted á Föstudegi og liðið bókað inn á krá hérna í nágrenninu.
Kvölmatur er etinn á kránni og setið er til lokunar ca. 23:30 með heimamönnum.
Laugardagur:
Vaknað snemma á laugardagsmorgni í Full English Breakfast á "The Wonder Cafe" sem er hér úti á horni og samanstendur af fimm miðaldra konum í skúr með eitt stk. steikingaplötu og djúpsteikingarpott.
Síðan liggur leið inn í London þar sem ferðamenn fá að vera í áhorfendahóp þegar The Trisha Show er tekinn upp. (Mjög dramatískur þáttur þar sem Trisha reynir að leysa vandamál á við "Sister Stop Sleeping With My Boyfriend" og "My Daughter Wants to be a Teenage Mum".)
Síðan er haldið á fótboltaleik hjá 1.-2.deildarliði, t.d West Bromwich Albion og á stefnuskránni er að koma auga á nokkrar fótboltabullur. Eftir leikinn er farið á krá með stuðningsmönnum eins liðsins og vonandi koma stuðningsmenn hins liðsins vopnaðir stólum. Fólk tekur þátt í þessum hluta ferðarinnar á eigin ábyrgð. Á leiknum eru drukknir nokkrir bjórar og takeaway curry borðað úr vagni sem stendur fyrir utan leikvanginn.
(Þessi liður ferðarinnar er aðeins fyrir þá sem treysta sér, hinir geta farið á kránna eða í Charity Shop ásamt Tour guide)
Um kvöldið er haldið á The Prince of Wales. Þar er etinn kvöldverður og hlustað á skemmtiatriði hjá henni Karen en hún treður upp um helgar vopnuð míkrafóni og karókísystemi. Hún syngur öll óskalög svo lengi sem hún er með þau í prógramminu
Þar verður rallað fram eftir kvöldi. Þetta er hápunktur ferðarinnar!!!
Sunnudagur:
Á sunnudag sofa allir út en mæta svo í Sunday Roast með öllu.
Farið er í Pub Quiz en það er svona spurningakeppni þar sem kráargestir skipta sér í lið og keppa um verðlaun frá local slátraranum.
1. verðlaun, Lambalæri.
2. verðlaun, 1.kg. lincolnshire sausages
3.verðlaun, Ein stór skinka
Eftir að því lýkur er öllum skutlað út á flugvöll.
Það er hægt að leggja inn pantanir hér eða bara senda mér meil
Með bestu kveðju
spider-woman
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home