þriðjudagur, september 02, 2003

Jæja litlu vinir

Það hefur þónokkuð vatn runnið til sjávar síðan síðasta færsla var rituð. Við erum búnar að jafna okkur eftir prinsinn og erum kátar og glaðar, sem við erum reyndar alltaf.
Allavega þá skelltum ég og Jozeph okkur í ferðalag um helgina og fórum westur í land, til Swindon. Ég mæli ekki með Swindon sem ferðamannastað, borgin er álíka spennandi og Hull sem er sko ekki rass spennandi þannig þið getið gert ykkur í hugarlund... Anyway... ástæðan fyrir þessu ferðalagi var hinsvegar að fara að skoða "The White Horse of Uffington" sem er svona hvítur hestur ristur í hæð rétt hjá Uffington, sem er lítið þorp. Fyrir ykkur sem þekkið mig þá er ég með þennan hest húðflúraðan á ökklanum í svörtu reyndar ;) Fyrir ykkur hin sem þekkið mig ekki þá bara verðið þið að kynnast mér og þá skal ég kannski sýna ykkur hann.
Sem sagt þessi hestur er á hæð rétt við Uffington sem er rétt hjá Swindon. Það er sko alger sæla að keyra þarna um í ensku sveitinni og þetta var svona eins og klippt úr Mrs. Marple og fleiri góðum enskum þáttum. Litlu múrsteinshúsin með blómunum, fólk á hestbaki, lítil þorp með litlum pósthúsum og litlum krám þar sem hægt er að fá "Yorkshire pudding, sausages and mashed potatos". Síðan var hægt að fá "creamed tea and biscuits". Við ákváðum sem sagt að næsta sumar myndum við leigja okkur cottage í nágrenninu og verða svona enskt sveitafólk í 1-2 vikur. Þetta var allt voða krúttlegt og enskt og ég var alveg í kasti og var næstum búin að keyra útaf þegar ég sá fulla girðingu af hvítum Shetland ponies og hugsaði með mér að reyna að koma Ásu tásu á hestbak á einum slíkum.
Ég var bílstjóri ferðarinnar og all gekk eins og best verður á kosið á hraðbrautunum á litla bíl.

Á morgun kemur hún ungfrú Ása og ég hlakka voða mikið til að geta knúsað hana og svo ætlum við að fara að kaupa ný skólaföt og svo byrjar skólinn á fimmtudaginn.

ÉG er að skrifa lokaritgerð og gengur ...... Síðan er ég að fara í viðtal á morgun í Surrey háskóla því þau buðu mér að kenna kannski smá með skólanum í vetur sem er voða gott bæði peningalega og reynslulega séð. Hmmm....veit ekki alveg með mig sem kennara strax en þetta er víst það sem ég ætla að leggja fyrir mig þannig það er kannski best að komast að því sem fyrst hvort maður sé hæfur í þetta. Ég vona bara að allir skilji mig og að ég skilji alla. Kannski set ég upp svona skilti sem segir að fólk með mjög erfiða hreima eigi vinsamlegast að leggja eitthvað annað fyrir sig.
Hugsið öll til mín á morgun um tólfleytið og krossið fingur svo ég fái þetta starf!!!!!

knúsílús

spider-woman

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home