miðvikudagur, ágúst 06, 2003

Hér sit ég í eigin svita i hitabylgjunni ógurlegu. Samt er ég með tvær viftur í herberginu, sniff! Mér er bara hálf ómótt en jæja þetta fer vonandi að ganga yfir.
Annars er það að frétta að ég er voða dugleg þessa dagana að vinna í rannsókninni minni. Ég spila tölvuleikinn fram á nætur í góðra félaga hópi. Þetta eru allt karlkyns spilarar og leikurinn er ansi testósterónhlaðinn á stundum. Þá gildir bara að hafa húmor fyrir þessu öllu saman og láta allan feminisma lönd og leið. Annars eru þeir allir voða almennilegir við mig greyin og ég er búin að fá boð um að taka viðtöl við 5 manns sem ég fer að vinna í eins fljótt og auðið er. Þannig þetta er allt á réttri leið gott fólk og stefni ég á að skila þessum herlegheitum 26. september. Svo byrjar hinn skólinn 1. október þannig það er nóg að gera.
Það eru allir í góðum gír hérna í Englandinu og nú er bara að vera þolinmóður að bíða eftir að hitinn lækki. Góðaveðurssyndromið er þó enn við lýði og brýst fram sérstaklega þegar ég tala við fólk á Íslandi. Um daginn þegar ég talaði við hana móður mína þá lagði hún til að ég færi nú út í góða veðrið í göngutúr. Ég lét til leiðast og hélt af stað en þetta var auðvitað alger vitleysa... maður á ekki að vera í göngutúr í þessum hita!!! Maður á að vera inni! og hana nú! Þessi göngutúr var bara pína og ég hélt að ég myndi fá sólsting eða fá hjartaáfall sökum hita og raka.
Segiði svo að maður læri ekki af reynslunni á endanum!

Góðar stundir

spider-woman hin sveitta!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home