Þá er bíllinn góði kominn að bæ. Stendur hérna fyrir utan, voða fínn, hvítur og með góðri lykt inni í. Ég held ég hafi aldrei átt bíl með góðri lykt í fyrr og aldrei svona flottan eins og þennan. Jozeph kom með hann heim um daginn og við rifum okkur út að skoða almennilega, opnuðum húddið og störðum þar ofan í þangað til Jozeph segir... "what is it that we are supposed to be looking at"? Þeirri spurningu gat ég ekki svarað þannig við lokuðum bara aftur. Við erum sem sagt svona fólk sem veit mjög lítið um bíla, ég veit ábyggilega samt meira en hann. Sniðugt svona blogg sem hann les aldrei og ég get haldið fram alls konar "staðreyndum" sem hann getur ekki hrakið :)
Annars allt gott hérna, er að vinna í verkefninu mínu og er voða dugleg held ég bara. Við erum bara tvö í kotinu þar sem hún Anna Karen er hjá honum Atla sínum í Colchester og kemur heim á morgun.
Ég og Jozeph fórum á videoleigu og leigðum hina ósköp frægu Gangs of New York.
Svona til að byrja með þá minnti hún mig dálítið á víkingamyndirnar hans Hrafns Gunnlaugssonar... svona allir voða skítugir að riðlast í drullunni og mjög mikið af kjöti, ýmist hráu og steiktu sem þetta skítuga fólk lagði sér til munns. Minnti mig dálítið á Monty Python and the Holy Grail í senunni þar sem allir eru að skríða um að safna drullu og einn segir " Look I found some very nice filth down here" eða eitthvað svoleiðis.
Voða löng mynd sem tók dálítið á þar sem það var voða mikið af fólki að þjarma að öðru fólki. Ekki alveg "my cup of tea" þar sem ég er voða viðkvæm kona.
Ég er samt alltaf hrifin af honum Daniel Day Lewis þar sem hann hefur leikið í nokkrum af mínum uppáhalds myndum.
Síðan fann ég dönsku myndina Italiensk for Begyndere á leigunni líka og píndi Jozeph til að horfa á hana en hann hefur aldrei komist yfir smá fordóma í garð Dogma mynda eftir að hann sá smá bút af Idioterne þar sem allir voru á hlaupum allsberir og sú sena endaði síðan með ágætis gruppe knull ef ég man rétt. Ég reyndi eitthvað að útskýra þetta (sú mynd var nefnilega ekki með enskum texta) en það gekk ekkert rosalega vel. Ég vona samt að hann hafi losnað við þessa fordóma þar sem hann hafði bara mjög gaman af Italiensk af því að hún er nefnilega stök snilld.
Jæja best að fara í leikfimi (ein voða stolt) og svo er Grease í sjónvarpinu á eftir.
sjáumst
spider-woman
Annars allt gott hérna, er að vinna í verkefninu mínu og er voða dugleg held ég bara. Við erum bara tvö í kotinu þar sem hún Anna Karen er hjá honum Atla sínum í Colchester og kemur heim á morgun.
Ég og Jozeph fórum á videoleigu og leigðum hina ósköp frægu Gangs of New York.
Svona til að byrja með þá minnti hún mig dálítið á víkingamyndirnar hans Hrafns Gunnlaugssonar... svona allir voða skítugir að riðlast í drullunni og mjög mikið af kjöti, ýmist hráu og steiktu sem þetta skítuga fólk lagði sér til munns. Minnti mig dálítið á Monty Python and the Holy Grail í senunni þar sem allir eru að skríða um að safna drullu og einn segir " Look I found some very nice filth down here" eða eitthvað svoleiðis.
Voða löng mynd sem tók dálítið á þar sem það var voða mikið af fólki að þjarma að öðru fólki. Ekki alveg "my cup of tea" þar sem ég er voða viðkvæm kona.
Ég er samt alltaf hrifin af honum Daniel Day Lewis þar sem hann hefur leikið í nokkrum af mínum uppáhalds myndum.
Síðan fann ég dönsku myndina Italiensk for Begyndere á leigunni líka og píndi Jozeph til að horfa á hana en hann hefur aldrei komist yfir smá fordóma í garð Dogma mynda eftir að hann sá smá bút af Idioterne þar sem allir voru á hlaupum allsberir og sú sena endaði síðan með ágætis gruppe knull ef ég man rétt. Ég reyndi eitthvað að útskýra þetta (sú mynd var nefnilega ekki með enskum texta) en það gekk ekkert rosalega vel. Ég vona samt að hann hafi losnað við þessa fordóma þar sem hann hafði bara mjög gaman af Italiensk af því að hún er nefnilega stök snilld.
Jæja best að fara í leikfimi (ein voða stolt) og svo er Grease í sjónvarpinu á eftir.
sjáumst
spider-woman
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home