föstudagur, maí 23, 2003

sæl öll til ´sjávar og sveita.

Núna er ég Þórdís að skrifa voða margar ritgerðir og er voða upptekin, þið verðið því að fyrirgefa bloggleysi undanfarna daga og sem á eftir koma. (meikar þetta einhvern sens?) Geisp!!!!!!! Mér finnst að maður eigi að fá að ráða því um hvað maður skrifar, svo lengi sem það fellur innan umfjöllunarefnis kúrsins. Ekki eitthvað blah blah sem er svo leiðinlegt að mann langar að gráta. Ég skrifaði til dæmis ritgerð um women-gamers and female representation in computer games og það var voða gaman... þá kom nefnilega hún Lara Croft við sögu sem og aðrar góðar konur. Af því ég skemmti mér svona mikið þá var þetta ekkert mál að komast upp í 4000 orð og jafnvel fleiri. Núna þarf ég að kreista út hverja setningu og er stanslaust að skoða word count og ekkert gerist. Hnuss!!! Nenni þessu ekki. Mamma og Ásdís litla systir koma á morgun og þá verður nú kátt í höllinni skal ég segja ykkur.
Ása og ég áttum mög sniðugar samræður yfir matarborðinu þar sem hún var að segja mér frá kennurunum sínum og lýsa því fyrir mér hvernig þær væru í framan með því að gretta sig. Þá spurði ég hana um Mrs Williams. 'hvernig er hún í framan?'
'Hún er með svona krumpað face'.. segir Ása þá og ég spyr nei er það.. hún er ekkert voða krumpuð ? Þá segir Ása.. 'Jú hún er nefnilega amma einhvers þá er maður oft krumpaður í framan' og ömmur eru sko oft kennarar... Þar hafiði það.. sannleikur beint úr munni sakleysingjans, gerist ekki betra...
Núna þarf ég samt að fara að horfa á House Doctor og síðan skrifa meiri ritgerð (yeah right!)

Hafið það gott litlu vinir

spider-woman

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home