fimmtudagur, maí 15, 2003

Jæja gott fólk
Nú var ég að koma heim úr skólanum eftir að hafa haldið 20 mínútna fyrirlestur um rannsóknaráætlunina mína til hérlends meistaraprófs. Hmmmm... ég held að það hafi gengið ágætlega (ég nota ágætlega ekki sem sterkasta lýsingarorðið eins og hann faðir minn) nema ég held ég hafi talað of lágt... þarf ábyggilega að vera búin að fá nokkra bjóra og vera í góðra vina hópi til að geta náð mér almennilega á strik. Ég spjallaði um player-killing í massively multiplayer online roleplaying games sem er fókusinn í rannsóknarverkefninu mínu, ´þið sem ekki vitið hvað ég er að meina... það er allt í lagi þið eruð ekki ein ;). Þá er bara að byrja ritgerðavinnu og vélrita á hundrað til að skila þremur ritgerðum í þarnæstu viku. Ég vildi að ég væri aðeins meiri Gandalf en svissneskt hnetusmjör, þá hefði þetta ábyggilega gengið betur... þessi fyrirlestur var nefnilega tekin upp á vídeó og gildir helming af einkunn í þessum kúrsi. Þetta kemur víst allt í ljós og vonandi fæ ég afrit svo ég geti leyft ykkur öllum að sjá :)
Vildi bara koma þessu frá mér.

yðar einlæg

spider-woman

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home