miðvikudagur, apríl 23, 2003

Var að koma heim eftir að hafa ætlað að vera voða dugleg og fara í gymmið...var sko komin í leikifimisgallann þegar ég áttaði mig á því að ég var bara með annann skóinn með mér :/ skellti mér þá bara í sturtu og svo í Tesco og keypti fullt af grænmeti í staðinn :) Ég held ég sé kannski smá dösuð ennþá eftir helgina...þetta var alveg djammhelgi dauðans. 3 vinir hans Atla frá Íslandi komu í sörpræs heimsókn...þ.e sörpræs fyrir Atla en ég var höfð með í ráðabrugginum og var búin að þurfa að halda kjafti um þetta í 3-4 vikur!! Þeir komu s.s seinnipartinn á föstudaginn.....við Atli vorum búin að vera í sólbaði allan daginn og strákurinn búinn að slá garðinn og svona og svo sátum við úti í garði í sólbaði og urðum svona smá karfar eftir daginn :) Svo stakk Atli upp á að við skelltum okkur á lókal pöbbinn okkar sem var mjög fyndið því ég og strákarnir vorum einmitt búin að ákveða að hittast þar....við vorum búin að sitja þar í smá tíma þegar þeir komu þangað...vel í glasi vægast sagt :) Og Atli krútt fékk algjört sjokk og sat bara og stamaði í smá stund....mjög fyndið!!!
þ.a það var mikið djammað og haft gaman um helgina...á laugardaginn ákváðum Atli, Gummi og Oddi að skella sér á fótboltaleik en ég og Hreinn vorum ekkert mjög hrifin að því og fórum því í staðinn á Portobelloroad markaðinn og skemmtum okkur að sjálfsögðu miklu betur en strákarnir....ekki að spyrja að því.
Ég komst að því að það er allt öðruvísi að fá stelpur í heimsókn en stráka.....þeir eru meira svona bara að skella sér á pöbbinn....stelpur myndu frekar fara í bæinn og versla...fara að skoða ýmsa staði og allt svoleiðis.....nema náttúrlega hann Hreinn hann vildi frekar fara á markað en að fara á fótboltaleik...ég var ýkt ánægð með það!!! En svona í heildina var þetta mjög skemmtileg helgi og auðvitað gaman að fá að kynnast aðeins vinum hans Atla.
Jæja þá vitið þið allt um það....ég held allavega að ég fari nú ekki á djammið á næstunni!!
Eins og þið hafið kannski tekið eftir þá er hún Þórdís litla á Íslandi...og ég verð nú að segja að ég sakna stelpunnar...hún kemur á laugardaginn þ.a. það fer að styttast í þetta :)
Jæja krúttin mín...ég er að spá í að fara að borða grænmetið mitt....ein sem virkar voða heilbrigð...en það er því miður ekki alveg satt því ég er alltaf e-ð að svindla og fá mér sælgæti.....það verður e-r að fara að banna mér það!!! skamm skamm
Bestu kveðjur
Anna Karen

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home