föstudagur, apríl 18, 2003

Ég var víst búin að lofa að segja ykkur smá frá Birmingham ferðinni....Hún byrjaði á því að Steven hinn almennilegi kom og sótti mig og svo fórum við og sóttum Atla hinn sæta til Colchester og síðan var brunað á Stansted airport að sækja ofurpæjurnar Fanneyju og Þóru Perlu...Fanney kom frá fróni og Perla frá Danmörku...því næst tætt til Birmingham þar sem við vorum með voða fínt hús í láni...sem Karen og Shin (vinir hans Stevens eiga). Á föstudaginn fórum við til Alton Tower sem er tívolí...og það var gjörsamlega frábær dagur!!!!! Ég hef sko ekki farið í tívolí frá því að ég var lítil stelpa. Þetta var s.s geðveikt og við fórum í nokkur tæki...mjög svo scary allt saman...og ég komst að einu í sambandi við sjálfa mig.....ég er með pínulítið músarhjarta!!! Ég var vægast sagt mjög hrædd í tækjunum...við keyptum myndir sem voru teknar af okkur meðan maður var í tækjunum og þær eru mjög fyndar....allir eru hlægjandi...nema Anna Karen...hún er med svakalegasta hræðslusvip sem sést hefur :) tíhíhí maður er svo lítill í sér.
Svo á laugardaginn fórum við náttúrulega í smá verslunarleiðangur eins og góðu fólki sæmir...og allir fengu eitthvað fyrir sinn snúð og undirrituð keypti sér voða flotta pæjuskó með hæl...haldiði að það sé nú!! Og um kvöldið var skellt sér á djammið ...fórum á voða stóran stað þar sem voru þrír salir með mismunandi tónlist...mjög gaman....reyndar einn galli...staðurinn var sko opinn til þrjú og þegar klukkan var tvö og ég of Fannsa fórum á barinn...þá var sko hætt að selja áfengi...ég meina er ekki allt í lagi með fólk!!!!

Jæja þá vitið þið allt um Birm-ferðina ógurlegu
Þar til síðar
Anna Karen með litla hjartað :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home