sunnudagur, maí 11, 2003

Góðan daginn allan daginn
Nú er langt síðan að bloggað var síðast á þessarri ágætu síðu og ákvað ég þess vegna að láta frá okkur heyra. Sá merkilegi atburður átti sér stað í síðastliðinni viku að hún ungfrú Ása varð fimm ára gömul og var haldið afmælisboð af því tilefni í gær. Hún fékk óhemjumagn af gjöfum barnið og fullt af sælgæti og kökum auðvitað og þegar hæst lét var mikið skríkt og hlegið og hlaupið hér í Tanglewood Close. Bæði enskir og íslenskir gestir litu við og þáðu veitingar og spjölluðu eitthvað sín á milli sem ég veit ekki því ég var gestgjafinn og þurfti voða mikið að hlaupa og passa að allir væru voða ánægðir. Sem sagt mikil gleði en tók svo mikið á að ég og Karenbeib þurftum að kíkja á pöbbinn til að slaka á eftir að all var búið. Leiðinn lá á Prinsinn og þar hittum við hann John skoska sem þurfti voða mikið að tala við okkur en okkur gekk hálf illa að skilja hann þar sem hann var bæði skoskur og frekar drukkinn. Sem sagt góð helgi en lítið lært hmmm.... verð að gera eitthvað í því bráðlega. Annað að frétta er að ég komst sem sé inn í University of Surrey og byrja þar hinn 1. október nk. í doktorsnámi og verðum við að sjá til hvort við flytjum eða hvað því það er dálítið langt í burtu.

Jæja er hálf andlaus og ekkert fyndin í dag... sem er mjög óvanalegt ;)

vaya con dios

spider-woman

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home