fimmtudagur, apríl 24, 2003

Gott kvöld..
Jamm ég er á Íslandi og er búin að hafa það alveg dásamlegt hérna um páskana. Mikið sofið og borðað og síðan búin að fara á tvö djömm. Í gær bauð hún Hrund vinkona mér í mat ásamt Önnu og Hrönn systur. Eftir mat var drukkið óhemju magn af bjór og reykt karton af sígarettum og mikið rætt. Ég held að okkur hafi til dæmis tekist að leysa krísuna sem feminismi er í, vanda heilbrigðiskerfisins og sitthvað annað sem er upp á teningnum. Síðna fórum við í bæinn og kíktum á staðinn 11 og vorum þar í svona 11 mínútur, tókum eitt fótboltaspil og fórum svo á Nonnabita að fá okkur snarl. Þar hringdi ég í Tótu, og var alveg búin að gleyma að klukkan var seint um nótt. Mig langaði nefnilega að athuga hvort hún væri á ralli en svo reyndist ekki vera og bið ég afsökunar á þessu símtali hér með.
Í dag flæktist ég um með Helgu kommúnista og mótmælafíkli og við heimsóttum kosningaskrifstofur, ræddum menn og málefni og borðuðum fínt á Vegamótum. Þannig var nú það! Síðan man ég ekkert hvað ég gerði hina dagana en það var allt saman mjög skemmtilegt.
Hlakka til að fara í Tanglewood en samt leiðinlegt að skilja ykkur öll eftir á landi Ísa og hér með skora ég á fólk (helst sem ég þekki) að koma í Tanglewood í sumar!!!

Gott gott

spider-woman

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home