Úffff! Voða erfiðir svona morgnar þar sem maður vaknar alveg heiladauður og með syfju í augunum og ætlar aldrei að komast af stað.. svona vitsmunalega séð. Þá er best að blogga smá til að koma öllu af stað og here goes! Ég var í morgun að aðstoða ungfrú Ásu með heimalærdóm í reikningi, eins og allir vita sem þekkja mig þá er það ekki mín sterka hlið (undarlegt að ég hafi unnið sem Innheimtufulltrúi eins lengi og raun bar vitni, reyndar var ég frekar léleg í því en það er önnur saga). Þessar æfingar sem sagt snerust um að finna út ef Julie á tvö hárbönd og Anna á fimm hárbönd, hversu mörgum fleiri hárbönd á þá hún Anna. Mér fannst ég vera voða sniðug og notaði kókópopskúlur sem hárbönd, bækur, metra o.s.frv. en það féll ekki í góðan jarðveg og Ása litla skildi bara ekkert í þessu að kúlan sem var áðan hárband skyldi vera orðin bók núna og að Anna sem var hluti af dæminu áðan skyldi bara vera orðin Jack allt í einu. Þetta gekk sem sagt ekki sem best og ég þarf að fá smá tips frá kennaranum um hvernig maður kennir svona kapítalískan skilning þar sem einhver á alltaf meira en einhver annar.
Ef þið þarna úti getið komið með einhver tips þá verð ég voða ánægð.
Síðan er ég að fara í viðtal á morgun í University of Surrey, varðandi doktorsnám, og er pínu stressuð og á bara ljót föt þannig ef þið gætuð hugsað ljúflega til mín á morgun þá yrði ég voða fegin.
Síðan finnst mér að það fólk sem var að biðja um að kommentakerfi yrði sett upp á síðunni ætti nú að minnsta kosti að skrifa eins og eitt komment. HA?????
Gott í gogginn
spider-woman
Ef þið þarna úti getið komið með einhver tips þá verð ég voða ánægð.
Síðan er ég að fara í viðtal á morgun í University of Surrey, varðandi doktorsnám, og er pínu stressuð og á bara ljót föt þannig ef þið gætuð hugsað ljúflega til mín á morgun þá yrði ég voða fegin.
Síðan finnst mér að það fólk sem var að biðja um að kommentakerfi yrði sett upp á síðunni ætti nú að minnsta kosti að skrifa eins og eitt komment. HA?????
Gott í gogginn
spider-woman
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home