föstudagur, maí 16, 2003

Gott að sjá að Anna Karen er hress... ég get ekki sagt hið sama eftir erfiðasta dag sem ég hef átt í lengri tíma... sniff...sniff... grrrrrr!!! pirrrrrrr.
Ég hélt nefnilega lengi vel að ég væri bara venjuleg manneskja, dálítið gleymin kannski og á það til að týna hlutum og er frekar óskipulögð og svona en í dag keyrði um þverbak í vitleysunni sem stundum einkennir líf mitt!
Ása litla fékk á miðvikudaginn boðsmiða í afmæli hjá dreng sem er með henni í bekk, það átti að vera haldið í einhverju svona barnalandi sem er svolítinn spöl í burtu (þurfum að taka tvo strætóa nb.) Áður en ég sæki ásu í skólann hleyp ég um allt til að redda afmælisgjöf, korti, pappír og öllu draslinu því afmælið átti að vera kl 15:30 og skóla lýkur kl 15:15 (ég var aðeins búin að hnussa yfir því í huganum, "hva! bara gert ráð fyrir að allir eigi bíl hérna). Allavega við bíðum heillengi eftir fyrsta strætónum, í grenjandi rigningu, og þegar hann loksins lúsast að stöðinni þá er hann fullur af óþolandi skólakrökkum með brjáluð læti og engin sæti og allir voða blautir. Næsti strætó er alveg eins og við þurfum að labba smá spöl, ennþá grenjandi rigning. Síðan finnum við barnalandið mér til mikillar ánægju og ég spyr um afmælisbarnið hann Lyes. Nei ekkert afmæli fyrir Lyes hér... bara Chelsea og Daniel eiga afmæli í dag. Þá fer aðeins að rísa þrýstingurinn og ég segi jú víst, ég er með miða sem segir að það eigi að vera hérna í dag! En þegar ég loks finn miðann þá stendur allt í einu á honum að afmælið sé föstudaginn 30 maí. Þá hélt ég í alvöru að mín stund væri komin... ég verð voða vandræðaleg og þreytt og stúlkan vorkennir mér þessi ósköp og sér hvað við erum blautar og hraktar. Þá verð ég að útskýra þetta fyrir Ásu sem er alveg komin með stjörnur í augun yfir barnalandinu og neitar að það sé afmæli eftir 2 vikur og vill auðvitað fara inn. Það endar með því að ég borga hana inn og sit í kaffiteríunni ásamt milljón börnum hlaupandi um allt, öskrandi og hellandi niður á meðan ása skemmtir sér hið besta. Ég var svo miður mín að ég borðaði tvo litla snakkpoka og drakk eina pepsi þannig það er sem sagt nammidagur hjá mér í dag. Síðan lá leiðin aftur heim í tveimur strætóum og grenjandi rigningu...úffffffff... er það eina sem ég get sagt á þessari stundu... stundum er ég alveg að gefast upp á að vera ég!


Ég bara spyr... hvernig er þetta hægt?

spider-woman
alveg uppgefin

ps

blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vilja styrkja mega leggja inn hjá einhverjum samtökum sem styðja fólk eins og mig!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home