mánudagur, júní 09, 2003

Nick Cave er snillingur mikill !!!
Þetta hef ég lengi vitað og reynt að telja öllum trú um, með mismunandi árangri samt. Ég fór loksins loksins loksins á tónleika þessa mæta manns í gærkvöldi og ég á bara ekki til orð!!! Ég á eftir að lifa lengi á þessari snilld og búin að taka fram alla diskana mína og hlustaði á þá í dag. Hann tók frábær lög eins og Christina the Astonishing, sem ég hef ekki hlustað á í mörg ár og The Mercy Seat sem er alger snilld. Svo er hann líka svo mikill fox á sviðinu í þröngu svörtu jakkafötunum með dimmu röddina og sígarettu í munnvikinu og spilar svona snilldarvel á píanó. Eins og þið sjáið þá er ég voða upprifin og gæti haldið áfram í allan dag að skrifa en ég held ég láti hér staðar numið... ég á hvort eð er aldrei eftir að koma þessu almennilega í orð!!! Skil hér eftir smá vers frá honum úr laginu Do you love me? af Let Love In.

I found her on the night of fire and noise
Wild bells rang in a wild sky
I knew from that moment on
I´d love her till the day that I died
And I kissed away a thousand tears
My lady of the Various Sorrows
Some begged,
some borrowed,
some stolen
Some kept safe for tomorrow



Hann lengi lifi!!!


spider-woman

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home