laugardagur, ágúst 23, 2003

Jæja jæja

Það var gríðar gott gærkvöldið á prinsinum. Ég og Karenbeib ákváðum að skella okkur í eins og einn öl á Prince of Wales, ölin urðu síðan aðeins fleiri og síðan leystist þetta upp í algera vitleysu eftir að við kynntums Humpfrey og vinum hans. Þeir eru svona týpískir prins gestir svona um og yfir fimmtugt og sætir eftir því. Aðal skemmtan þeirra í gær var að spinna upp sögur um mig og Karenbeib og segja vinum sínum sem komu síðan til okkar til að sannreyna hvort við værum lögreglukonur eða "synchronized swimmers" from Iceland. Það er sem sagt svona fólk sem syndir í allskonar mynstur og ég skil vel að þeim hafi fundist líklegt að við værum slíkar íþróttakonur. Síðan voru þeir allir í stuttbuxum og voru sí og æ að kippa niður um hvern annan og moona okkur og aðra gesti við mikinn hlátur og gleði. Síðan voru þeir til skiptis að trúa okkur fyrir því að þessi og hinn væri samkynhneigður sem einnig vakti mikla kátínu. Þetta var sem sagt svona eins og að fara í drykk með nokkrum 14 ára drengjum og ef við hlógum að allri vitleysunni (sem við gerðum´náttúrulega) þá æstust þeir allir upp.
ÞEgar við fórum að hreyfa okkur heim á leið gáfu þeir okkur fimm stuttermaboli í XL sem við vitum ekki alveg hvað við eigum að gera við þannig ef einhvern vantar bol þá endilega láta okkur vita. Síðan vorum við knúsaðar vel og lengi og þeir trúðu okkur fyrir því hversu ánægðir þeir voru með þetta vel heppnaða kvöld.
Það var sem sagt mikil gleði á prinsinum í gær og ég hvet alla á leið til London að skella sér á Prince of Wales.

Heyr heyr

spider-woman

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home