miðvikudagur, ágúst 20, 2003

Vegna fjölda áskoranna hef ég ákveðið að blogga. Mér hlýnaði nefnilega um hjartaræturnar þegar ég sá að systa var að biðja um blogg. Ég er búin að vera í tilvistarkreppu og ritstíflustressi undanfarnar vikur þannig að lítið annað kemst að þessa dagana. Ekki má síðan gleyma að ég spila tölvuleikinn minn þangað til um þrjúleytið á nóttunni og þess vegna er ég dálítið syfjuð þessa dagana líka. Annars er allt í fína held ég bara. Ég er farin að keyra alveg eins og enskt fólk, þeas vinstra megin á götunni og stend mig bara vel. Búin að fara á hringtorg og fara on the motorway, búin að villast fullt og keyra í vitlausa átt. ÞEtta var nú samt ekki eins snúið og ég hélt í fyrst og ég ætla því alveg að hætta við að fá mér nokkra ökutíma eins og ég ætlaði mér. Ég er ökukona af guðs náð og hananú. Hmmmm.... hugs hugs...
Ég held að það sé ekkert að gerast hérna sem talist getur fréttnæmt. Jú! Það er ekki lengur svo heitt að mann langi til að deyja, sem er voða gott. Núna er bara mátulegt svo manni líður vel.

Til hamingju með íbúðina kæra systir og mágur, ég fæ kannski að sjá um jólin er það ekki?


góðar stundir

spider-woman

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home