fimmtudagur, september 04, 2003

Allt gekk að óskum í Surrey, bæði ferðin og viðtalið og ég er núna orðin aðstoðarkennari þar á bæ og mun kennar kúrsinn Youth Culture and New Technology og hananú. Kannski mun ég kenna eitthvað meira, það er í athugun og fæ að vita bráðum. Þetta leggst ágætlega í mig, verð að kenna fyrsta árs nemum sem eru hér í landi 18 ára þannig að það kemur í ljós hversu áhugasamir nemendurnir verða. Ahem...jájá þetta verður í lagi er það ekki?
Ása bestablóm er komin heim í heiðardalinn og það er búið að vera mikið knús í dag. Við fórum og keyptum ný skólaföt í dag og hún sagði mér af ferðalögum sínum um heiminn. Hún var að koma frá Frakklandi með pabba sínum og Cecile og þar skilst mér að hafi verið mikið fjör og fullt af krökkum til að leika við. Hún talar smá frönsku og segir merci og oui þegar við á. Núna er hún að teikna hesta og ketti og segir mér sögur af þeim.

´Góða fólk, ég bið ykkur vel að lifa

spider-woman

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home