þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Góðan daginn allan daginn!
Þar sem ég er í óðaönn að elda þá verður þetta bara stutt í dag. Það er ekkert að frétta að ég held nema það rignir voða mikið í Englandi þessa dagana. Allar regnhlífar heimilisins eru týndar þannig að heimilisfólk tuðar í tíma og ótíma: Enginn er verri þó hann vökni. Hann Jozeph er nebblega dálítill týnari... þó hann vilji ekki viðurkenna það. Hann er ekki jafn slæmur og ég reyndar sem er víðfræg fyrir mínar týndu eigur útum gjörvalla Evrópu. Það er reyndar dálítið langt síðan að ég týndi einhverju alveg en týningar eiga sér stað nokkrum sinnum á dag, venjulega í svona 10-30 mín í senn og þá getur stundum gengið mikið á því nú bý ég heilu húsi á tveimur hæðum.
Annars þá snýst allt þessa dagana um fyrirtækið Lavender sem ég vil nota tækifærið og auglýsa hér. Þetta er viðskiptaframtak mitt og Önnu og mun Lavender stíga á stokk fyrir jólin og bjóða prýðis gjafavöru á góðu verði í Kolaportinu helgina fyrir jól. Þar getur að líta enska muni sem eiga allir það sameiginlegt að vera mjög lekkerir og einstakir í sinni röð. Endilega kíkið við lesendur góðir og athugið hvort þið finnið ekki jólagjafirnar sem þið leitið að. Það munu ýmsar stefnur vera ríkjandi: 50's, 60's, 70's og 80's, kitsch, púkó, stál/tekk. Þannig að endilega lítið við og þá getið líka hitt mig sem náttúrulega eitt og sér er prýðisástæða til að fara í kolaportið helgina fyrir jól. (beint til vina og fjölskyldu sem hafa ekki séð mig lengi)

Bless í bili, ætla að fara að borða
Bið að heilsa í bæinn

spider-woman

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home