þriðjudagur, september 30, 2003

Það er allt við það sama hérna, ég er að verða geðveik hægt og rólega og er föst með ömurlegan texta sem er bara allur í henglum og á að skila á föstudaginn.
Ekki bætir úr skák að undanfarnir dagar hafa verið afar erfiðir
1. Tölvan mín bilaði.... tvisvar!!
2. Jozeph fékk matareitrun og var lasinn í viku
3. Í gær var frí í skólanum hjá Ásu
4. Í gær fékk ég gat á höfuðið

Liðir 3 og 4 eru alls ótengdir en Ásu fannst afar spennandi og pínu sorglegt að ég skyldi hafa fengið blóð á höfuðið. Það gerðist sem sagt þannig að eldhússkáphurðin var opin og mér tókst að reisa mig upp beint undir hana og síðan lak bara blóð niður ennið og Jozeph var vakinn með orðunum "I banged my head and I think I am bleeding"!! (gerðist seint í gærkvöldi)
Ása bað um leyfi til að segja frá þessum atburði í "Show and Tell" sem er alltaf á föstudögum í skólanum. Þá mega krakkarnir annað hvort koma með dót að heiman og sýna skólafélögunum eða segja einhverja sögu að heiman. Ég veit ekki alveg hvort þetta er þannig saga sem maður segir í skólanum en það verður bara að koma í ljós.
Ég er bara fegin á meðan hún segir ekki söguna af mömmu sem drakk rauðvín og gubbaði daginn eftir, eins og hún sagði ömmu sinni um daginn.
Á laugardaginn verð ég annað hvort afar ánægð eða voða leið. Ánægð ef þetta verður ágætis ritgerð sem ég get verið stolt af að skila eða voða leið ef þetta er bara algert rubbish.
Þið fáið að vita það lömbin mín fyrst manna. Ég verð duglegri að skrifa þegar þetta er allt um garð gengið.
Á mánudaginn er síðan fyrsta kennslustundin og læt ég ykkur vita hvernig það gengur.
(Hugsiði fallega til mín, allir góðir straumar vel þegnir)
bless í bili

spider-woman

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home