Halló litlu mýs!
Hér sit ég og get ekki annað. Það er nákvæmlega ekkert fréttnæmt héðan úr ríki Kalla og Betu nema hvað ég er byrjuð að horfa aftur á fréttirnar. Ég tók mér nefnilega góða pásu frá fréttum hér í landi vegna mikilla vandræða við að útskýra fyrir barninu af hverju mamma væri alltaf að gráta á þessum tíma dags. Ég hef nefnilega þann skrýtna eiginleika að þurfa voða mikið að gráta ef eitthvað bjátar á hjá fólkinu í fréttunum. En hér á landi kemst enginn í fréttirnar nema eitthvað bjáti á og þess vegna var þetta orðið dálítið flókið. Þá er betra að lesa bara fréttir á mbl.is um kindur sem festast í skurðum og fólk sem stelur veskjum. Þar er enginn að gráta framan í mann. Maður bara les nokkur orð um allar hörmungarnar og kemst bærilega frá því, allavega án vökvaskorts.
Ég er sem sagt búin að gráta fyrir daginn í dag út af frétt um hermann sem dó í Írak og konan hans var í viðtali og spilaði spólur sem hann hafði tekið upp í stríðinu áður en hann dó. Það er spurning hvort að maður ætti að taka sér aðra pásu.
Annars var ég í dag að klára að fara yfir ritgerðir nemenda minna og þar var nú ýmislegt skrautlegt að sjá. Fæst orð hafa bara minnsta ábyrgð með það.
Á morgun fæ ég nýjan bíl vonandi ef að DVLA (það er svona eins og bifreiðaskráning okkar landans) gerir mér það kleift. Ég fór 2 ferðir þangað á mánudag og beið samtals í 4 tíma auk þess sem það tekur 40 mín að keyra hvora leið, en án árangurs og sá dagur endaði í miklu PTBD (post-traumatic bureaucracy disorder). En það ku vera algengur sjúkdómur hér í landi.
Jæja best að fara að horfa á Bangsimon og vini hans.. þar eru alltaf allir svo glaðir og góðir vinir.
Bestu kveðjur
spider-woman
Hér sit ég og get ekki annað. Það er nákvæmlega ekkert fréttnæmt héðan úr ríki Kalla og Betu nema hvað ég er byrjuð að horfa aftur á fréttirnar. Ég tók mér nefnilega góða pásu frá fréttum hér í landi vegna mikilla vandræða við að útskýra fyrir barninu af hverju mamma væri alltaf að gráta á þessum tíma dags. Ég hef nefnilega þann skrýtna eiginleika að þurfa voða mikið að gráta ef eitthvað bjátar á hjá fólkinu í fréttunum. En hér á landi kemst enginn í fréttirnar nema eitthvað bjáti á og þess vegna var þetta orðið dálítið flókið. Þá er betra að lesa bara fréttir á mbl.is um kindur sem festast í skurðum og fólk sem stelur veskjum. Þar er enginn að gráta framan í mann. Maður bara les nokkur orð um allar hörmungarnar og kemst bærilega frá því, allavega án vökvaskorts.
Ég er sem sagt búin að gráta fyrir daginn í dag út af frétt um hermann sem dó í Írak og konan hans var í viðtali og spilaði spólur sem hann hafði tekið upp í stríðinu áður en hann dó. Það er spurning hvort að maður ætti að taka sér aðra pásu.
Annars var ég í dag að klára að fara yfir ritgerðir nemenda minna og þar var nú ýmislegt skrautlegt að sjá. Fæst orð hafa bara minnsta ábyrgð með það.
Á morgun fæ ég nýjan bíl vonandi ef að DVLA (það er svona eins og bifreiðaskráning okkar landans) gerir mér það kleift. Ég fór 2 ferðir þangað á mánudag og beið samtals í 4 tíma auk þess sem það tekur 40 mín að keyra hvora leið, en án árangurs og sá dagur endaði í miklu PTBD (post-traumatic bureaucracy disorder). En það ku vera algengur sjúkdómur hér í landi.
Jæja best að fara að horfa á Bangsimon og vini hans.. þar eru alltaf allir svo glaðir og góðir vinir.
Bestu kveðjur
spider-woman
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home