miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Var að setja inn teljara gott fólk, gott að vita hverjir eru að hnýsast í líf mitt sem er með eindæmum spennandi!
Er hann þarna? (teljarinn)
verður spennó að sjá

þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Góðan daginn allan daginn!
Þar sem ég er í óðaönn að elda þá verður þetta bara stutt í dag. Það er ekkert að frétta að ég held nema það rignir voða mikið í Englandi þessa dagana. Allar regnhlífar heimilisins eru týndar þannig að heimilisfólk tuðar í tíma og ótíma: Enginn er verri þó hann vökni. Hann Jozeph er nebblega dálítill týnari... þó hann vilji ekki viðurkenna það. Hann er ekki jafn slæmur og ég reyndar sem er víðfræg fyrir mínar týndu eigur útum gjörvalla Evrópu. Það er reyndar dálítið langt síðan að ég týndi einhverju alveg en týningar eiga sér stað nokkrum sinnum á dag, venjulega í svona 10-30 mín í senn og þá getur stundum gengið mikið á því nú bý ég heilu húsi á tveimur hæðum.
Annars þá snýst allt þessa dagana um fyrirtækið Lavender sem ég vil nota tækifærið og auglýsa hér. Þetta er viðskiptaframtak mitt og Önnu og mun Lavender stíga á stokk fyrir jólin og bjóða prýðis gjafavöru á góðu verði í Kolaportinu helgina fyrir jól. Þar getur að líta enska muni sem eiga allir það sameiginlegt að vera mjög lekkerir og einstakir í sinni röð. Endilega kíkið við lesendur góðir og athugið hvort þið finnið ekki jólagjafirnar sem þið leitið að. Það munu ýmsar stefnur vera ríkjandi: 50's, 60's, 70's og 80's, kitsch, púkó, stál/tekk. Þannig að endilega lítið við og þá getið líka hitt mig sem náttúrulega eitt og sér er prýðisástæða til að fara í kolaportið helgina fyrir jól. (beint til vina og fjölskyldu sem hafa ekki séð mig lengi)

Bless í bili, ætla að fara að borða
Bið að heilsa í bæinn

spider-woman

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

fréttir úr Isle of Wight eru næstar á dagskrá, þó er dálítið langt um liðið þannig ég man ekki smáatriðin lengur. Ég man að það var mikið keyrt um hæðir og hóla og í raun um alla eyjuna. Við heimsóttum nokkra staði sem ég man ekki lengur hvaða staðir þetta voru en þarna á milli voru dýragarður og craft village. Það er allt voða krúttlegt þarna og voða enskt og proper. Ekki svona caotiskt eins og hérna í London þar sem allt er sífellt á öðrum endanum. Allavega þá var voða gaman og við vorum sammála um að eyjuna þyrfti að skoða betur á lengri tíma. Ein nótt nægir ekki til að skoða heila eyju.
Síðan þá er bara mest lítið að frétta, ég er í skóla og kenni inn á milli, sem gengur bara ótrúlega vel miðað við aldur og fyrri störf. Ása er í skóla er og náttúrulega brillerar eitthvað á hverjum degi með góðar hugmyndri og ægi-flóknar spurningar. Jozeph er öryggisvörður mikill og ég sé hann næstum aldrei þar sem hann vinnur 12 tíma vaktir 5-6x í viku.
Þeir sem þekkja hana Ingu Lóu frænku mína gætuð þið skilað til hennar að Lundúnaþokan hafi látið á sér kræla undanfarna daga. Hún var nefnilega að spyrja mig um hana í sumar þegar ég kom heim í frí. (Þ.e.a.s. Inga Lóa var að spyrja mig um þokuna). ég veit að hún (þ.e.a.s. Inga Lóa) les þessa síðu stundum þannig að kannski þarf ekkert að skila þessu, kannski fær hún þetta bara frá fyrstu hendi!

Góðar stundir litlu vinir og þeir sem vilja vita þá komum ég og Ása til Íslands 17.desember. Vei vei. Þeir sem ekki vilija vita það geta bara farið í rass og rófu!

Bless í bili

spider-woman