föstudagur, apríl 29, 2005

Var að skoða dagatalið fyrir maí og á 13. maí hef ég skrifað BM.... hvað er það?!? Ég er alveg tóm og man ekki neitt. Þoli ekki þegar ég geri þetta. Var alltaf að gera þetta þegar ég var að vinna hjá Títan sáluga og Íslandssíma sáluga, þá voru post-it miðar út um allt þar sem stóð t.d. hringja í Einar og síðan símanúmer og ég hafði bara ekki hugmynd um hver Einar var né af hverju ég átti að hringja í hann.

með helgarkveðju

spider-woman

þriðjudagur, apríl 26, 2005

You Belong in London

A little old fashioned, and a little modern.
A little traditional, and a little bit punk rock.
A unique woman like you needs a city that offers everything.
No wonder you and London will get along so well.


What City Do You Belong in? Take This Quiz :-)

Ósköp hitti prófið naglann á höfuðið þarna, ég hefði orðið alveg eyðilögð ef það hefði sagt að mér myndi henta t.d. Helsinki, synd að þurfa að rífa fjölskylduna upp og flytja.

kv

spider-woman

sunnudagur, apríl 24, 2005

Ji... loksins kom að því að ég sæi einhvern frægan.... hef nefnilega voða sjaldan séð eitthvað frægt fólk, nema einu sinni Damon Albarn og síðan mann sem ég held að hafi verið Nick Cave.... hann var of langt í burtu *hóst* ..... hey! og síðan kyssti Helgi Björns (Síðan Skein Sól) mig á balli fyrir hundrað árum. Minnir að ég hafi verið 14 ára og á þeim tíma þótti þessi koss mjög merkilegur. Hann var semsagt uppi á sviði að syngja og við vinkonurnar vorum eitthvað að skrækja við sviðið. *hóst* við vorum nefnilega mjög svalar á þessum árum. Ef ég man rétt þá var ég einmitt með teina og túperaðan topp, það náttúrulega stenst enginn heilvita maður þess konar sex appíl, frægur eða ófrægur!

Allavega, á röltinu með mýslu í bænum áðan geng ég fram á Julie Walters sem mér finnst alltaf best sem mamma hans Adrian Mole, sem ég á núna á spólu, og flissa reglulega yfir, því Adrian Mole er svo misskilið gáfumenni.

Já það er sko spennandi að búa í Guildford - gleðilegt sumar öll sömul

spider-woman

laugardagur, apríl 16, 2005

Einhversstaðar las ég, á meðan ég var á klakanum, að verið væri að ræða að taka upp skólabúninga í íslenskum skólum. Ása er núna búin að vera í skólabúningum í næstum 3 ár og eftir þá reynslu verð ég að segja að ég er því algerlega hlynnt. Það er bæði peninga- og vinnusparandi og á þessum síðustu og verstu tímum held ég að íslendingum veiti ekki af hvoru tveggja til að eiga fyrir öllum innanstokksmununum sem Vala Matt er sífellt að troða upp á landann með skipulagðri áróðursherferð í boði Má Mí Mó og fleiri verslana.

Hér í landi eru skólabúningar mjög ódýrir og endast von úr viti. Það er hægt að þvo þá sundur og saman án þess að það sjái á þeim. (ég held að það sé búið að vefa trefjum úr skriðdrekastáli saman við efnið) Og ef að fólk kennir börnunum sínum snemma að vera snyrtileg þá er hægt að nota skólabúninginn í nokkra daga samfellt. Þar sem það er alltaf verið að hafa áhyggjur af því að konur séu að vinna of mikið og séu allar á barmi taugaáfalls þá munar þetta miklu þegar kemur að heimilisþvottinum. Skólabúningana þarf heldur ekki að strauja sem er mjög vinnusparandi fyrir þá sem hafa hingað til lagt þá iðju fyrir sig.

Ekki þarf lengur að elta hvern einasta tískustraum og ekki þarf að raða saman nýju setti af fötum fyrir hvern einasta dag. Því krakkar eru alltaf að verða meira eins og fullorðnir og þurfa alltaf að eiga það nýjasta og flottasta og geta helst ekki vera í sömu fötunum meira en einu sinni, því þá eru þau komin úr tísku. Ég held að það yrði mjög erfitt fyrir mig peningalega séð ef skólabúningar væru ekki til staðar hérna, sérstaklega hér í Guildford þar sem fólk virðist eiga fullt af peningum. Maður fær smá nasasjón af klæðnaði barnanna tvisvar til þrisvar á hverju skólaári þegar það eru sk. “non-uniform day” og það er ekkert slor sem er verið að senda krakkana í í skólann skal ég segja ykkur. Það þýðir heldur ekkert að stunda blekkingar starfsemi og senda krakkana í eftirlíkingum því mörg hver þekkja flottustu merkin og geta níðst á þeim sem koma í “Hagkaups” fötum. Ég er ekki að segja að skólabúningar leysi öll vandamál barna þegar kemur að einelti og stríðni. Ég held þó að þeir geti lyft nokkurri byrði af litlu herðunum og ég held að það muni um hvert gramm á þessum síðustu og verstu tímum. Ég held það þurfi ekkert að óttast um að skólabúningar steypi alla í sama mót, því þeir hafa verið við lýði hér í milljón ár og Bretland virðist hafa alið af sér þó nokkra “einstaklinga” sem hafa farið eigin leiðir í lífinu þrátt fyrir að hafa klæðst skólabúningum í æsku.

Sincerely

spider-woman

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Þá erum við mýsla komnar heim eftir 3 vikna dvöl á Íslandinu góða. Þar ber hæst að hafa hitt Snorra Önnu og Bennason. Hann er mjög gáfulegur og mikið krútt og það besta var að honum fannst ég bæði fyndin og skemmtileg. Það er alltaf gott að fá staðfestingu á því og sýnir að ég höfða til fólks af mörgum kynslóðum þannig ég gæti kannski farið að yngja upp bráðum ;)

Ég eyddi miklum tíma í nýja Lazy-Boy stólnum hans pabba og horfði bæði út í loftið og á ófáa þætti af sex and the city sem var mjög gott fyrir sálina.
Síðan var bara voða gaman að hitta alla og ég sendi ykkur öllum hérmeð voða stórt faðmlag.

pffff er bara andlaus..... skrifa meira seinna

spider-woman