sunnudagur, apríl 24, 2005

Ji... loksins kom að því að ég sæi einhvern frægan.... hef nefnilega voða sjaldan séð eitthvað frægt fólk, nema einu sinni Damon Albarn og síðan mann sem ég held að hafi verið Nick Cave.... hann var of langt í burtu *hóst* ..... hey! og síðan kyssti Helgi Björns (Síðan Skein Sól) mig á balli fyrir hundrað árum. Minnir að ég hafi verið 14 ára og á þeim tíma þótti þessi koss mjög merkilegur. Hann var semsagt uppi á sviði að syngja og við vinkonurnar vorum eitthvað að skrækja við sviðið. *hóst* við vorum nefnilega mjög svalar á þessum árum. Ef ég man rétt þá var ég einmitt með teina og túperaðan topp, það náttúrulega stenst enginn heilvita maður þess konar sex appíl, frægur eða ófrægur!

Allavega, á röltinu með mýslu í bænum áðan geng ég fram á Julie Walters sem mér finnst alltaf best sem mamma hans Adrian Mole, sem ég á núna á spólu, og flissa reglulega yfir, því Adrian Mole er svo misskilið gáfumenni.

Já það er sko spennandi að búa í Guildford - gleðilegt sumar öll sömul

spider-woman

2 Comments:

Blogger Ásdís said...

Ji og tókstu ekki mynd og fékkst eiginhandaráritun????

6:23 e.h.  
Blogger londonbaby said...

Hun vildi ekki bida eftir ad eg skryppi heim til ad saekja penna, blad og myndavel. Voda oalmennileg, hnuss!

10:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home