föstudagur, febrúar 25, 2005

Nú er komið að skylduræknisbloggi. Það er nákvæmlega ekkert að frétta héðan, ég er bara að vinna að sk.review document sem eru drög að 3 köflum doktorsritgerðar minnar sem ég þarf að skila áður en ég kem heim um páskana og svo þarf ég að verja verkið þegar ég kem til baka fyrir þartilgerðri nefnd. Nefndin síðan ákveður hvort að ég fæ að halda áfram náminu. Reyndar er ég svo heppin að nefndin mín er skipuð einkar almennilegu fólki. Aðalgagnrýnandinn skrifaði til að mynda doktorsritgerð sína um Gothfólk og hér er hlekkur á bókina sem hann svo gaf út í kjölfarið. Það er vel við hæfi því eins og sum ykkar vita þá förum við Jozeph stundum á gothstaði að skemmta okkur og höfum komið okkur upp ágætis gothfataskáp fyrir þau tækifæri. Kannski maður dressi sig bara upp fyrir nefndina :D

Mýsla er hress og Jozeph líka og ég líka og þar með er það upptalið

geisp

spider-woman---- alveg tóm

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home