fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Alveg óvart datt ég inn á síðu þar sem voru myndir úr íslenskri leiksýningu og þá varð ég svo þakklát fyrir að það er ekki skylda að fara í leikhús. Öll þessi togstreita, ást í leynum, sifjaspell og framliðið fólk og MJÖG skýr framburður gera mig ósköp þreytta.

Í þessu tilefni samdi ég íslenskt örleikrit:

Faðir og sonur eru á útgerðarskrifstofu úti á landi

Faðir: Svo þú ætlar þér að flytja suður?
Sonur: Já, það eru engin tækifæri hér lengur.... þorpið er að deyja smátt og smátt....
Faðir: En hvað með Sonju og barnið?
Sonur: Þau verða hér... hún vill hvort eð er ekkert með mig hafa
Faðir: Þú veist hvað útgerðin stendur höllum fæti
Sonur: (hækkar róminn) Ég var aldrei búin að lofa einu né neinu...
Faðir: en hvað með móður þína? Hvað heldurðu að hún segi um þetta, fárveik konan?
Sonur: Hún hefur alltaf skilið mig betur en þú... þú varst aldrei heima í öll þessi ár... alltaf að vinna .... eða hjá Lóu hans Geirs
(Föður er augljóslega brugðið)
Sonur: Já ... við vitum öll af henni, en mamma vildi aldrei segja neitt því hún myndi vernda þig fram í rauðan dauðann...

(nú heyrist bankað á hurðina)



með leikhúskveðju

spider-woman

1 Comments:

Blogger Ásdís said...

HAHAHA, þetta er svo satt. Minnir líka á bílastæðaverði Fóstbræðra....

7:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home