miðvikudagur, janúar 05, 2005

Gleðilegt ár skinnin mín og takk fyrir öll gömlu og góðu. Jólin og áramótin hérna voru fínust og mikið borðað, drukkið og sofið (smá unnið). Seinna í dag fer ég að sækja Mýslu á flugvöllinn og þá verður skemmtilegast. Reyndar held ég að Mýsla sé spenntust fyrir pökkunum sem bíða hérna og kannski smá spennt að hitta okkur, kemur í ljós.

Ekkert annars að frétta nema hvað útsölurnar halda áfram að toga mann til sín og dálítið í viðbót við pilsið hefur bæst við, ósköp skemmtilegt :D

knús frá Guildfordi

spider-woman

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Alltaf gaman að fylgjast með lífinu hjá ykkur í útlandinu :) Ég var líka dregin inn í nokkrar búðir í gær, svona alveg óvart. Kom heim með skyrtu, eyrnalokka, maskara og gloss. Humm... . kveðja Ása

2:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gott að heyra að allt gengur vel í stóra landinu. Á litla Fróni gengur lífið líka sinn vanagang a.m.k. í kringum okkur venjulega fólkið. Við systur búnar að kíkja á útsölur á fatnaði og húsgögnum. Núna er Halla með sitt fólk í Austurríki og Áslaug er í kóngsins Köbenhavn. Halli í sinnu vinnu, sem sagt nokkuð normalt allt. Kysstu Mýslu frá mér, það var gaman að hitta hana. Kveðja, Inga Lóa.

8:16 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home