fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Djöfull get ég orðið pirruð á foreldrafélagskellingum sem hafa það eitt að leiðarljósi að bögga annað fólk um eitthvað rugl eins og íslenska jólarétti til að selja á Christmas Fayre í skólanum. Þetta eru svona konur sem gera ekkert annað en að halda foreldrakvöld, foreldramorgna, foreldrahádegisverði, mæðra og barnahópa, fjáröflunarkaffimorgna og eru alveg hneykslaðar á því að venjulegt fólk hafi eitthvað annað fyrir stafni en að sulta og baka allan liðlangan daginn.

Ein slík réðist á mig áðan í skólanum þegar ég fór að sækja mýslu og ég var alls óundirbúin að svara spurningum um íslenska jólarétti og sagði að ég væri voða lítil bökunarkona enda eyddi ég jólunum í faðmi móður minnar sem sæi um slíka hluti, (ég aðallega skralla kartöflur og smakka sósuna). Konukindinni fannst þetta augsjáanlega alveg hneykslanlegt og lagði til "í gríni" að við sendum eftir móður minni til að sjá um þetta fyrir mig og svo hló hún svona hlátri sem átti að sýna að hún væri að grínast en hún var það ekki, svona HA, HA, HA.... þar sem hún segir meira HA en að hlæja það.

Þetta er einmitt sama konan sem er svo einstaklega forvitin um hver raunverulegur faðir Ásu er að hún og vinkona hennar spurðu mig báðar ( í sitt hvoru lagi samt, með nokkura daga millibili) hvort að Jozeph væri íslenskur og svöruðu báðar þegar ég sagði nei.... " nei ég var einmitt að spá í því að hann lítur ekki út fyrir að vera norrænn því hann er svo dökkur og svo horfa þær stíft á ljósa kollinn á Ásu. Greinilega búnar að æfa þetta svar saman á einhverjum kaffimorgninum og grunar nú þar afleiðandi að hann sé ekki raunverulegur faðir Ásu heldur hafi ég hafi sofið hjá bréfberanum á Íslandi á meðan Jozeph var í vinnunni.

Nokkrum dögum síðar réðist þessi kökubrjálaða kona að Jozeph í skólanum og spyr hann " are you Asa´s father" og Jozeph gat ekki stillt sig um að svara bara látlaust "Yes I am.... can I help you?", þá kom smá fát á konuna og hún hafði greinilega ekki æft samtalið lengra og tautaði eitthvað um einhvern lista. Þar með styrktist grunur konunnar um að ég sé lauslætisdrós sem sef hjá norrænum bréfberum og nú í dag bættist svo við á syndalistann að ég kann ekki að baka neina sér íslenska jólarétti. Kannski fer hún núna að efast um að ég sé íslensk því ég er ekki heldur ljóshærð og þá verður mér ábyggilega boðið næst á ættleiðingarkaffimorgun og ég spurðu spjörunum úr um hvernig maður fer að því að ættleiða 1 stk íslenskt barn.


spider-woman

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Frábær pistill, ég hló mig máttlausa á meðan ég sá fyrir mér bresku kellingarnar með hneykslissvipinn!! Datt inn á bloggsíðuna þína fyrir einhverja töfra og á örugglega eftir að kíkja aftur við. Kveðja úr Mávahlíð; Marta Magnadóttir

9:48 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home