fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Nei það er best að sökkva sér bara aftur niður í þunglyndi og volæði. Arafat er látinn og blessuð sé minning hans og ég vona að einhver sem ber velferð Palestínumanna fyrir brjósti taki við. Ég trúi því einnig að erfitt geti reynst að feta í fótspor hans þar sem hann var tákn palestínumanna sem og leiðtogi og það tvennt er ekki endilega til staðar hjá öllum stjórnmálamönnum. Minnir að það hafi verið kallað "charismatic power" eða náðarvald í stjórnmálafræðinni hérna í den. Tíminn mun leiða þetta í ljós...

Ég mun ekki fara á Nick Cave tónleika í kvöld þar sem ég er lasin og treysti mér ekki í að fara og er alveg miður mín yfir þessu öllu saman. Þetta er að vísu ekkert á við lát Arafats, bara svona microdrama í einu litlu lífi í Guildford. Samt leiðinlegt því ég sé ekki að það séu aðrir tónleikar með honum á næstunni.


spider-woman


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home