sunnudagur, október 24, 2004

Hvað er að gerast á mbl.is sem gerir það að verkum að eftirfarandi er fréttaefni:

"Norski fjármála- og útgerðarjöfurinn Kjell Inge Røkke, sem er 45 ára, gekk að eiga norsku konuna Anne Grete Eidsvig í gær og fór brúðkaupið fram í Róm á Ítalíu. Eidsvig, sem er 38 ára, er ófrísk og á von á barni þeirra hjóna í júlí á næsta ári, að því er fram kemur í norska blaðinu Verdens Gang." (mbl.is 24.okt.2004)

Þetta er aðeins ein málsgrein um þessa giftingu, ef þið viljið lesa meira þá bendi ég á mbl.is þar sem hægt er að lesa fréttina í heild sinni og fræðast um fyrri hjónaband og sigra Kjell Inge. Mér finnst líka athyglivert að Anne Greta og Kjell Inge hafi látið vita um þungunina um leið og þau stigu fram úr rúminu. Asskoti frjósamir þessir Norðmenn ogvita alveg um leið og mark hefur verið skorað.

spider-woman

2 Comments:

Blogger Ásdís said...

Það er búið að laga fréttina, núna á barnið að fæðast um jólin.

Held að starfsmaður mbl sem þýddi fréttina hafi bara ekki vitað muninn á jul og juli.

5:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ. Ég kann ekkert á þetta nýja system þitt, en ætla að reyna. Vona að þú sért að hressast. Komum úr vetrinum á Ak. í gær. Allt gott að frétta. Fór í jólahúsið og keypti einn jólasvein í safnið, ekki vert að draga það lengur. Bið að heilsa öllum.
Kv. Inga Lóa.

9:21 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home