þriðjudagur, október 05, 2004

Að skjóta fyrst og spyrja svo...
Það virðist vera ráðandi hugsanaháttur ef marka má fréttir á channel 4 í kvöld. Á skjáinn kemur myndskot frá Kanastríðinu í Írak þar sem upptaka úr orustuflugvél er spiluð og þá fær maður smá innsýn í það hvernig er að vera í stríði... alveg nauðsynlegt fyrir alla.
Allavega... maður sér í svarthvítu yfir nokkrar götur og hús (Fallujah) og sér litla depla hreyfast - það er sem sagt fólk á hlaupum í stórum hóp niður eina götuna. Þá heyrist í litla kananum í flugvélinni eitthvað á þessa leið " I spot some individuals running down the street... shall I take them out?" Nokkrum sekúndum síðar heyrist "Yeah take them out". Litli kani segir "OK ten seconds" og síðan sjáum við sprengjuna falla á hópinn og þá heyris í litla kana... sem er nokkuð stoltur af afrekinu... " Aaahh Dude!"
Og í kjölfar þessarrar fréttar er verið að grafast fyrir um hvaða fólk þetta var sem var sprengt í tætlur. Sú ákvörðun um að sprengja stóran hóp af fólki er tekin á nokkrum sekúndum... Jamm ... ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja meira um þetta mál......maður verður bara svo þreyttur og tómur að ég held ég láti þetta bara duga í kvöld..
spider-woman

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home