Nýjustu fréttir frá Guildford herma að ég og Jozeph höfum verið beðin að taka þátt í svefnrannsókn og fáum fyrir greiðann 100 pund. Finnst ykkur ekki munur?!? Þetta felur í sér einhver armbönd og viðtöl. Læt ykkur vita hvað gerist. Þeim fannst voða spennó og krassandi að Jozeph skuli vinna á nóttunni og sofa á spennandi tímum á deginum. Ég held að ég sé frekar óspennandi svona svefnlega séð, leggst niður og fer að sofa það er svona um það bil það eina sem gerist.
Reyndar gat ég ekki sofnað í gærkvöldi og fór að horfa á sjónvarp mjög seint sem er ekki góð hugmynd því þá er allt ruslið sett af stað og ég lenti inni í þætti sem hafði fundið eitthvað fólk sem átti að ræða lýtaaðgerðir og í áhorfendaskaranum voru 3 ungar konur sem allar höfðu farið í lýtaaðgerðir og þær voru svo hrikalegar að ég bara er ekki enn búin að jafna mig. Tvær voru með aflitað ljóst hár og ákaflega frjálslegan andlitsfarða, mikið brúnkukrem og vooooða stór brjóst. Þriðja konan hafði eytt í lýtaaðgerðir um 70þús pundum og hún leit út eins og fiskur í framan með fullt af brúnkukremi. Ég segi fiskur því varirnar einhvern veginn minntu mig á fisk.... "Baby fishmouth" (ef einhver man eftir því í "When Harry met Sally" )
Þær sátu þarna fyrir svörum og voru auðvitað mest í vörn og endurtók í sífellu möntruna "I don't care what anyone else thinks, I did it for myself so I would feel better about myself, I didn't do it for other people". Sem mér finnst liggja í augum uppi því engri heilvita manneskju finnst þetta flott svo þær hljóta að hafa gert þetta fyrir sjálfa sig. Nema að þeirra nánustu finnist fiskakonur með risa brjóst ákaflega heillandi og vilji hafa 1 stk fyrir augunum daglega.
Mér finnst að það hafi verið brotið á mannréttindum mínum með því að láta mig horfa á þetta og eftir að þættinum lauk gat ég bara ekki sofnað því þessar konur svifu fyrir augunum á mér. Skelfileg martröð... kannski hafa þau einhvern áhuga á þessu fyrir svefnrannsóknina, ef ekki þá hef ég pottþétt samband við Amnesty International út af þessu.
Síðan höfum við komist að því að skólinn hennar Ásu er einstaklega kúltiveraður og kennir krökkunum um Salvador Dali og kennir þeim að syngja bítlalög. Þessu komst ég að þegar ég heyrði Ásu syngja "When I'm sixty-four" inni í svefnherbergi - svona er allt fínt og posh í Guildford!!
smá röfl í boði
spider-woman
Reyndar gat ég ekki sofnað í gærkvöldi og fór að horfa á sjónvarp mjög seint sem er ekki góð hugmynd því þá er allt ruslið sett af stað og ég lenti inni í þætti sem hafði fundið eitthvað fólk sem átti að ræða lýtaaðgerðir og í áhorfendaskaranum voru 3 ungar konur sem allar höfðu farið í lýtaaðgerðir og þær voru svo hrikalegar að ég bara er ekki enn búin að jafna mig. Tvær voru með aflitað ljóst hár og ákaflega frjálslegan andlitsfarða, mikið brúnkukrem og vooooða stór brjóst. Þriðja konan hafði eytt í lýtaaðgerðir um 70þús pundum og hún leit út eins og fiskur í framan með fullt af brúnkukremi. Ég segi fiskur því varirnar einhvern veginn minntu mig á fisk.... "Baby fishmouth" (ef einhver man eftir því í "When Harry met Sally" )
Þær sátu þarna fyrir svörum og voru auðvitað mest í vörn og endurtók í sífellu möntruna "I don't care what anyone else thinks, I did it for myself so I would feel better about myself, I didn't do it for other people". Sem mér finnst liggja í augum uppi því engri heilvita manneskju finnst þetta flott svo þær hljóta að hafa gert þetta fyrir sjálfa sig. Nema að þeirra nánustu finnist fiskakonur með risa brjóst ákaflega heillandi og vilji hafa 1 stk fyrir augunum daglega.
Mér finnst að það hafi verið brotið á mannréttindum mínum með því að láta mig horfa á þetta og eftir að þættinum lauk gat ég bara ekki sofnað því þessar konur svifu fyrir augunum á mér. Skelfileg martröð... kannski hafa þau einhvern áhuga á þessu fyrir svefnrannsóknina, ef ekki þá hef ég pottþétt samband við Amnesty International út af þessu.
Síðan höfum við komist að því að skólinn hennar Ásu er einstaklega kúltiveraður og kennir krökkunum um Salvador Dali og kennir þeim að syngja bítlalög. Þessu komst ég að þegar ég heyrði Ásu syngja "When I'm sixty-four" inni í svefnherbergi - svona er allt fínt og posh í Guildford!!
smá röfl í boði
spider-woman
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home