laugardagur, september 25, 2004

Netið er komið að kveða burt snjóinn...kveða burt leiðindi það getur það..

Allavega....Nú get ég farið að slá inn ævintýri í Guildford sem einkennast mest núna af miklum gönguferðum á hverjum degi, upp og niður hæðir og hóla. Núna nota ég ekki bílinn lengur, hann stendur bara greyið og ég nenni ekki að koma mér inn í hvernig á að selja bíla í Englandi en um leið og það gerist þá mun hann fara á betra heimili.
Ása er byrjuð í skólanum og er ægilega ánægð, búin að eignast aðdáanda sem heitir Matthew sem kyssir hana í tíma og ótíma. Síðan er hún búin að eignast 11 vini, þannig það er bara mikil hamingja. Reyndar fórum við í heimsókn í gamla skólann í gær til að sækja nokkrar af eigum hennar og hittum gamla kennarann sem var voða glöð að sjá okkur. Knúsaði Ásu í bak og fyrir og gaf henni límmiða. Á leiðinni að bílnum fylltust svo litlu augun af tárum og Mýslan skældi hálfa leiðina niður til Guildford af því að hún saknaði svo mikið Mrs Young (sem er gamli kennarinn). Hún hresstist reyndar fljótt en móðirin var alveg eyðilögð yfir því að hafa rústað lífi barnsins síns þannig að hún dreif sig á bar (móðirin ekki Ása) og hitti samnemendur og kennara. Það var mjög hressandi að komast út á bar á nýjan leik og á leiðinni heim keypti ég mér takeaway curry... alveg ekta tjalli.
Ég vil hvetja alla vini og vandamenn að koma til Guildford að heimsækja mig því hér er voða gaman og ég er farin að sakna ykkar allra.

blesssssss

spider-woman

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home