fimmtudagur, júlí 22, 2004

Það sem gerðist á afmælisdaginn semsagt...
Ég og Ása fórum í British Museum og skoðuðum múmíur og allskonar brotið dót sem olli Ásu þó nokkrum áhyggjum.  Síðan skelltum við okkur á útsölu þar sem ég losaði mig við óþarfa pening.  Þetta var sem sagt voða góður dagur og þetta er bara stutta útgáfan sem er sögð hér því núna er miklu meira að segja frá því mamma, pabbi og Ásdís eru búin að vera hérna síðustu daga og hefur það á daga okkar drifið að flestir eiga núna fleiri skópör en áður og nokkrar auka flíkur, ég útskrifaðist sem Meistari (en ekki Jakob) þriðjudaginn 20.júlí í fullum skrúða og á mánudeginum 19.júni var birt grein eftir mig í Fréttablaðinu þannig að þið ykkar sem eruð ekki búin að sjá verðið endilega að skoða, vei vei.....

Búið í bili
Góðar stundir

spider-woman

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home