mánudagur, maí 17, 2004

Jæja loksins loksins ...
Afsakið bloggleysið undanfarið, er búin að vera eitthvað löt á þeim vettvanginum.
Ég og Ása horfðum á Eurovision með öðru auganu og vorum hálf hissa á stigaleysinu hjá landanum honum Jónsa. Þulurinn hér í landi heitir Terry Wogan og skemmti okkur með mjog kaldhæðnum kommentum um keppendur og lýsti Djónsa sem "mean, moody and pale".

Gullkornið átti Ása samt þegar hún sá í stigagjöfinni Mónakó á landakortinu og varð síðan að orði þegar hún sá stigavörð Mónakóbúa með kastala í bakgrunni. " Er þetta svona lítið land að það er bara einn kastali þar?"

Síðan er ég búin að vera að röfla í henni að taka til í herberginu sínu í nokkra daga en ekkert gerðist, síðan ákvað ég að hóta að það yrði pokemon bann á heimilinu þangað til hún væri búin að taka til. Nokkrum mínútum síðar kemur hún niður stigann og spyr " má ég ekki alveg fara á klósettið þó ég sé ekki alveg búin að taka til og halda svo bara áfram?" Mér leið dálítið eins og litlum harðstjóra þá.....

Annars er í fréttum að litla fjölskyldan mun í byrjun september flytja niður til Guildford til að vera í námunda við háskólann minn. Erum búin að fá þessa líka fínu íbúð í miðbæ Guildford, bara nokkur skref í bæinn og á lestarstöðina. Þá er mál að losa sig við bíldrusluna og ferðast með almenningsamgöngum því þær eiga engan sinn líka hér í Englandi. Þannig allir sem vilja sjá Tanglewood verða að koma í sumar annars missa þeir af þeirri einstöku upplifun.

Hlakka til að sjá ykkur öll

spider-woman

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home