föstudagur, mars 26, 2004

Veikindavikan ógurlega!

Það er svo sem ekki mikið að frétta héðan þar sem að veikindi hafa sett mark sitt á síðastliðna viku. Ása byrjaði með háan hita á mánudagsmorgun og uppköst og endaði á spítalanum yfir nótt með vökva í æð. Hún er að skríða saman og er ekki lengur með hita en þá fæ ég þennan líka svaka hita og flensu og mér líður eins og mín síðasta stund sé upprunnin.
Það var ákveðin upplifun að vera á spítala í Englandi skal ég segja ykkur, það voru allir voða almennilegir skal ég segja ykkur og buðu upp á óendanlegt magn af tea and toast og allskonar tegundir af jam. Við fengum eigið herbergi og Ásu fannst eiginlega bara gaman á spítalanum því hún gat valið á milli 200 vídeomynda og svo sat hún bara í rúminu og skemmti sér hið besta. Hún var reyndar voða lasin til að byrja með en hresstist óðum eftir að vökvinn var kominn upp.
Ég sit hérna í neurofen vímu og er þess vegna mjög heiladauð og læt þetta duga í bili.

Góðar stundir

spider-woman

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home