föstudagur, mars 12, 2004

Jæja litlu vinir
Þá er móðir mín farin heim, sniff og snökt. Það var voða gott að hafa hana og ég vildi að hún hefði geta verið lengur. En eins og Ása segir þá þýðir ekkert að tala um það.
Það er ósköp lítið að frétta hérna í Englandi, það gengur allt sinn vanagang. Það er reyndar vona á gestaflóði um páskaleytið og þá munu Karenbeib og Atli kíkja við í Tanglewood og vonandi verður tekinn einn bjór við snúrustaurinn eins og í gamla daga. Mér heyrist Tóta líka vera á ferðinni um sama leiti og þá er bara að fara með hana á prinsinn held ég! Síðan koma Anna og Benni og þá verður líklega rúntað um charity búðir og mér heyrist að Anná sé búin að plana H&M ferð, þetta er einskonar pílagrímaför fyrir hana. Síðan fer ég til Íslands og verð í viku og þremur dögum eftir að ég kem heim kemur Hrund í heimsókn yfir helgi og þá verður aldeilis slett úr klaufunum og ábyggilega nokkrir bjórar teknir við snúrustaurinn.
Þannig að góðir dagar eru framundan.

Bless í bili

spider-woman

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home