mánudagur, febrúar 02, 2004

Oft eru nú fréttirnar ár mbl.is geysispennandi en nú slá þeir allt út. Núna bjóða þeir upp á að fólk geti í eyðurnar og setji saman sínar eigin fréttir. Ég ákvað að nýta mér þetta einstaka tilboð og tek nú fyrir frétt sem svo hljóðar:


"Sagðist hafa orðið vitni að milligöngu um vændi"

"Eftir hádegi á laugardag hringdi maður til lögreglunnar í Reykjavík og tilkynnti að hann hafi hugsanlega orðið vitni að milligöngu um vændi í miðborginni. Nokkrir bílar hafi komið og hitt á mann sem beið við rauðan staur hjá pylsuvagni í miðbænum. Síðan hafi komið „melluleg" kona og farið með einum af þeim í bíl. Ekki gat maðurinn þó lýst bílunum né fólkinu sem í hlut átti.

Þá var tilkynnt um mann sem gerði það að leik sínum að rispa hlið á bifreið í vesturborginni. Maðurinn tók eftir því að til hans sást og kom sér á brott áður en lögregla kom á vettvang. Bifreiðin var rispuð eftir allri hliðinni.

Um kvöldmat á laugardag var tilkynnt um ungt fólk sem var strandaglópar á Akurey með bilaðan slöngubát. Björgunarsveitarmenn sóttu fólkið í eyjuna en það hafði verið að skjóta svartfugl þegar báturinn bilaði." (mbl.is, 02.02.04)


Sko ég er er viss um að einn af mönnunum hafi orðið spældur að missa af ,,mellulegu" konunni og elt þann sem hún fór með. Síðan hefur hann beðið eftir því að þau kæmu sér að verki og tekið við að rispa bíl kúnnans. Þurfti hann að gera hlé á verkinu á meðan hann hljóp á undan löggunni.
Eftir að löggan var farin ætlaði hann að taka til við fyrri iðju en þá komu "mellulega" konan og kúnninn að honum. Kúnninn sá bílinn sinn allan rispaðan og fór að gráta og "mellulega" konan varð alveg miður sín. Risparinn fékk þá þetta rosalega samviskubit og til að gera vel við kúnnan ákvað hann að bjóða parinu með sér í bátsferð til Akureyjar að skjóta svartfugl.
Parið þiggur boðið en þegar út á haf var komið varð kúnninn eitthvað svekktur út af rispaða bílnum sínum og ákvað að hefna sín og rispa slöngubát risparans sem fór að leka. Þau hringja síðan á björgunarsveit úr Akurey, allir komast heim heilir á höldnu um kvöldmatarleytið. The End

Mjög viðburðaríkur dagur hjá sumum! Ég fæ alveg minnimáttarkennd.

spider-woman fréttaskýrandi

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home