sunnudagur, janúar 18, 2004

Í dag er ég lasin, sniff. Mér leiðist og ég er nú þegar búin að horfa á fullt af home improvement þáttum og dýralífsþáttum. Ég er að spá með þessa klukku sem ég keypti hvort hún sé kannski art deco ??? Nú er bara svo langt síðan að ég var í listasögu í MR að ég er búin að gleyma öllu sem ég lærði þar nema að Edvard Munch sem málaði Ópið ólst upp hjá geðveikum föður.
Búin að leita að svipaðri klukku á ebay og sýnist þetta vera 1960´s þannig þetta er svona vintage sem að er voða mikið tískuorð þessa dagana og er notað um margt. (Ég er hrædd um að ég myndi ekki endast lengi sem innanhúshönnuður því það myndi ábyggilega læðast inn einn og einn vintage hlutur í art deco rýmið sem ég væri að reyna að hanna) Ef einhver vill leiðbeina mér með þetta allt saman þá er bara að nota kommentakerfið:)

Kannski er best að ég setjist niður og kanni netið til að finna hina ýmsu strauma og stefnur þar sem ég er nú orðin svona rosaleg business manneskja. Þá get ég slegið um mig í kolaportinu með þekkingu minni á innanhúshönnun.

Jæja best að hætta að bulla og halda áfram að vera lasinn.

yours kindly

spider-woman

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home