þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Hér sit ég og get ekki annað! ÉG er að pikka á laptopinn á meðan ég horfi á Eastenders með öðru auganu. Þar er alltaf voða mikið uppistand og um 1/3 af öllu standinu má rekja til einnar stúlkukindar sem er búin að vera á barmi taugaáfalls síðan hún flutti á Albert Square (sem er ca. 6 mánuðir). Síðast er í fréttum að hún komst að því að hún hafði verið í ástarsambandi við hálfbróður sinn og annar bróðir hennar er í coma.
Ég er voða fegin að þurfa ekki að leika í Eastenders, frekar vil ég vera lítil húsmóðir/stúdent því að leika einhvern sem er sífellt grenjandi og með eitthvað trauma á öxlunum hlýtur að vera dálítið þreytandi. Ég held svei mér þá að hún hafi bara aldrei brosað eftir að hafa flutt inn til Eastenders, grey kvölin.
Þið sjáið kannski að ég er hálf andlaus í dag, að blogga um Eastenders er hálf sorglegt en svona er bara komið fyrir manni.
Kveðjur úr Tanglewood litlu kindur


spider-woman hin andlausa

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home