sunnudagur, apríl 11, 2004

Ég er enn á lífi og allir gestirnir eru farnir heim eða til Frakklands áður en þeir fara heim. Það var voða gaman að fá alla og ég drakk óhemju mikinn bjór með öllum og tók nokkra við snúrustaurinn. Takk fyrir komuna Anna K, Atli, Tóta, Anna og Benni. Núna erum við hjónin bara ein í kotinu, ósköp notó og naughty ;)
Svona í tilefni páskanna langar mig að vera með eitt stk predikun og það er um ágæti Nick Cave og Sushi. Ekki endilega saman en ég tel það öllum hollt að taka smá skammta af báðu og finnst hreinlega sorglegt ef fólk fílar ekki Nick Cave og finnst Sushi vont. Þá tel ég að eitthvern misskilning vera í gangi og vil endilega að fólk prófi aftur. Svona getur maður verið afskiptasamur.

Þegar ég var stödd í Oxford um daginn ásamt Önnu K og Atla þá varð á vegi okkar ákaflega gamall, enskur og drukkinn herramaður. Hann settist hjá okkur með lítið kassettutæki og spilaði fyrir okkur voða skemmtileg írsk panflautulög og spjallaði smá. Ég sá alveg fyrir mér að ég yrði svona þegar ég verð gömul, labbandi um með ferðageislaspilara og sushibakka og býðst til að spila Nick Cave fyrir gesti og gangandi. Ég myndi líklega fá eitthvað skemmtilegt viðurnefni eins og Dísa Cave eða Dísa Sushi. Hmmm ég sé þetta alveg fyrir mér.

Vil enda þessa predikun á sálminum Into My Arms sem er að finna á The Boatman's Call.

"I don't believe in an interventionist God
But I know, darling, that you do
But if I did I would kneel down and ask Him
Not to intervene when it came to you
Not to touch a hair on your head
To leave you as you are
And if He felt He had to direct you
Then direct you into my arms"

Gleðilega páska allesammen


spider-woman Cave

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home