mánudagur, júlí 12, 2004

Afsakið hlé!

Jæja þá er komið að því að tíunda ferðir okkar afmælishelgina 3. og 4. júlí. Ég á nefnilega afmæli þann 4.júlí af öllum dögum. Var nokkuð montin af því á mínum mun yngri árum en ekki lengur. Veit einhver hvort hægt er að breyta fæðingardegi sínum? Það fyndna er þó að þegar ég var ófrísk að Ásu var mitt helsta áhyggjuefni að hún myndi fæðast 14. maí sem er stofndagur Ísraelsríkis.

Allavega, við lögðum land undir ford escort og lá leið niður til Guildford á laugardeginum. Okkur langaði að skoða næsta umhverfi íbúðarinnar okkar og mæla vegalengdir og annað. Þessi athugun varð okkur mikið gleðiefni. Það tekur 15-20 mín að labba í háskólann, 5 mín að labba á lestarstöð og 2 mín að labba á high street. Húsið stendur rétt við litla hlaðna kirkju og smá götustúf með hlöðnum gömlum húsum, svona eins og í Mrs. Marple. Síðan gengur maður yfir litla brú sem liggur yfir síki og meðfram síkinu er þessi voða sæti pub með borð, stóla og sólhlífar fyrir utan þar sem maður getur setið og drukkið bjór í góða veðrinu.
Lókal pubbinn er voða hip og cool og blár, aðeins fínni en prinsinn þó ég vilji nú allsekki vera leiðinlega við hann því ég hef eytt mörgum góðum stundum þar eins og lesendur spider-woman muna kannski.
Eftir smá rölt gengum við up the high street og þar voru voða margar sætar litlar búðir, þ.á.m ítalskt bakarí og fyrir utan stóð kona og seldi þessar fínu stóru ólívur og parmesan ost ofl góðgæti. Þvílík gleði sem Guildford er, nú hvet ég alla til að koma í heimsókn til að fá sér drykk við síkið.
Framhald á morgun.... þá verður sagt frá afmælisferð Mýslu og mömmu hennar í British Museum.

kv

spider-woman

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home