mánudagur, maí 24, 2004

Dagurinn í dag hefur að mestu snúist um að koma maurum fyrir kattarnef. Þeir ákváðu nótt að gera áhlaup á húsið og bera allt matarkyns út á tún til að gefa vinum sínum og núna hefnist þeim fyrir því við keyptum mauradrepiduft MUHAHAHAHAH.
Eftir það ætla ég í leikfimi og halda síðan áfram að skrifa um Foucault og orðræðukenningu hans. Þannig það stefnir allt í mjög productivan dag :D Vei vei!
Annars er allt við það sama held ég bara... fékk gesti í gær sem er alltaf gaman... Erla og Finnbjörn eru á ferðalagi um London og kíktu auðvitað í Tanglewood í Chili con Carne og svo nokkra bjóra við snúrustaurinn, þakka ég þeim fyrir komuna hér með. Síðan vildi ég láta ykkur vita af því að við keyptum nýja dýnu og ég klökkna alltaf þegar ég hugsa um hana því hún er svo góð og firm. Það eru engir gormar sem stingast í mann og engar rassholur ... sniff. Hún heitir því fallega nafni Justice og kemur bráðum í Tanglewood... við mátuðum hana í rúmabúðinni og núna förum við þangað einu sinni á dag bara til að faðma sýningareintakið þangað til okkar kemur í bæinn.

Góðar stundir
spider-woman

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home