laugardagur, október 02, 2004

Hnuss! Það er ekkert í sjónvarpinu nema "My Best Friends Wedding" og hún er svoo heimskulega leiðinleg, ég var alveg búin að gleyma því hvað hann brúðgumi er alveg glataður leikari.
Þarna takast á mjúka undirgefna konan og harða töffarakonan sem hefur bara grátið x3 á ævinni, síðan er að finna líka hommann sem er voða fyndinn og hefur gaman að Dionne Warwick og söngleikjum Konu stereotýpurnar eiga það samt sameiginlegt að vera jafn heimskar að vera að rífast um hann (brúðgumann- ekki hommann)
Svo horfði ég um daginn á "The Gladiator" með Russeli Crowe og hann var alveg glataður, mér fannst keisaradrengurinn (Joaquin Phoenix) bestur og af því tilefni og til að enda þetta á jákvæðu nótunum þá horfði ég á frábæra mynd um daginn sem heitir "Buffalo Soldiers" sem skartar honum einmitt í aðalhlutverki. Mæli með henni... en annars er ekkert að frétta.

spider-woman

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home