laugardagur, október 09, 2004

Maður skrifar og skrifar en fær voða lítil viðbrögð, sérstaklega við sorglega bölsýnislbogginu hér á undan. Þá er best að snúa sér að einhverju hagnýtu og vera með ráð fyrir þá sem vilja sjóða sushi hrísgrjón á almennilegan hátt. Á móti hverjum 500 mg af hrísgrjónum fara 660 ml af vatni. Allt í pott, suðan látin koma upp, lækkað og látið sjóða í 10 mín, slökkt undir og látið standa í 20 mín. Síðan hræra edikinu saman við og láta kólna. Síðan annað- það þýðir ekki að nota bara einhver hrísgrjón og eitthvað edik því það er svindl og plebbaskapur af verstu gerð. Sushi hrísgrjón og sushi hrísgrjóna edik á að nota og þau ykkar sem reynið að svindla... SKAMM!!


bless bless

spider-woman

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home